30.6.2006 | 18:33
Álög
Á mér hvíla þau álög að öll lið sem ég held með á HM detta út. Reyndar á þetta við um þýsku deildina líka því Thomas mágur minn hefur ekki enn jafnað sig á að ég skyldi byrja að halda með Karlsruhe fyrir mörgum árum. Þeir féllu árið eftir og hafa ekki borið barr sitt síðan.
Haldi e-r lesandi þessarar síðu á móti e-u liði er hægt að leggja inn pöntun og ég mun halda með því liði eins og ég get. Fyrir það tek ég ekki nema 15.000 kall.
Með þessu áframhaldi munu Ítalía og England spila lokaleikinn og þeir síðanefndu vinna. Draumurinn breytist í martröð.
En það er sárt að sjá eftir Argentínumönnum. Ég skil ekki hvaða taktík þetta var hjá Pekerman að taka heilann úr liðinu. Riquelme átti kannski engan stórleik enda lágu Þjóðverjar aftarlega en þegar Þjóðverjar urðu að sækja opnast svæði fyrir svona snilling. Þá er lítið vit að hafa hann á bekknum. En það var alltaf vitað að heimamenn myndu taka vítakeppnina.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.