B&J

Ef ég hefði fæðst í USA hefði þurft nokkra sjúkraflutningamenn og pallbíl til að koma mér á milli húsa. Ástæðan er einföld. Ég elska amerískan mat og þá sérstaklega allt sem sætt er. Þetta er kannski ekki mjög menningarlegt og ber ekki vott um háþróaðan smekk en svona er það bara. Það sem gerir þetta undarlegra er að ég þoli ekki Bandaríkin og það sem þau standa fyrir að mestu leyti. Ég held t.d. alltaf með öllum öðrum þegar þeir eru að keppa í íþróttum og svo er þessi hræsni og yfirgangur í utanríkisstefnunni óþolandi. En það er frábært í New York og M&M klikkar aldrei. Og það sem ég er háður núna er hnetusmjörsnammi og Ben & Jerry´s ís. Mæli með Chubby hubby og Chocolate Chip Cookie Dough. Loksins er það staðfest sem maður vissi í æsku að besti hluti baksturs er deigið. En sem betur fer kostar þessi ís meðallaun verkamanna við Kárahnjúka þannig að þetta er bara spari.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband