HM

Ég hef blendnar tilfinningar gagnvart tapi Hollendinga í gær. Í fyrsta lagi var þetta fáránlegur leikur og auðvitað skandall að fjórir menn hafi fengið að fjúka. En skandallinn felst kannski helst í því að þeir áttu það allir skilið nema etv. Deco en er til of mikils mælst að menn hugsi aðeins þó leikar æsist. Þú bara hindrar ekki að andstæðingurin nái í boltann þegar þú ert með gult á bakinu. Í öðru lagi er leitt að sjá Van Basten tapa en liðið var ekki að spila nógu vel og ég set stórt spurningarmerki við að nota hrossið ekki neitt. En það versta er kannski að Englendingar græða á þessum farsa enda er smátt og smátt að renna upp fyrir manni að þeir eiga séns að fara í úrslitin þrátt fyrir að vera svona lélegir. Þeir eru einfaldlega að taka Þjóðverjann á þetta og munu verða mun grimmari í vörninni eftir sem á líður. En allt tal um að þeir séu með meiriháttar mannskap er bull. Þeir eiga í vandræðum með hægri bakvörð, þeir eru að reyna að klessa Lampard og Gerrard saman og þeir eiga engan almennilega framherja í hópnum, að Rooney undanskildum. Bekkurinn er líka ferlega lélegur miðað við hinar stóru þjóðirnar.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hinar stóru þjóðirnar? Síðan hvenær er England stórþjóð?

Kjarri (IP-tala skráð) 26.6.2006 kl. 13:26

2 identicon

Manni getur nú sárnað þessi samlíking sem er að komast í tísku; "að taka þjóðverjann á þetta" og meina með því að spila illa en vinna samt:/ Ég get ekki skilið hvað þá á skylt við þýska landsliðið sem hefur yfirleitt spilað frískan og skemmtilegan fótbolta á stórmótum. Eina mótið sem þeir hafa verið með réttu taldir þunglamalegir var EM 96 en aðrar skírskotanir hvað þetta varðar eru út í hróa hött. Mótmæli þessari samlíkingu alfarið. Spyrjum að leikslokum!

Jói (IP-tala skráð) 26.6.2006 kl. 23:06

3 identicon

Ég tek undir með Jóa!!!

Kveðjur úr HM-landi, áfram Þýskaland!!!!

Kristín (IP-tala skráð) 27.6.2006 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband