Ad leikslokum

Sumarid 1983 var ég á Kanaríeyjum med fjölskyldunni. Thegar fríid var ekki mikid meira en hálfnad fórum vid pabbi í verslunarferd til Ensku strandarinnar í leit ad takkaskóm. Ferdin gekk ágaetlega og ég endadi med skó í poka sem reyndar voru fjórum númerum of stórir enda olli úrvalid vonbrigdum. En ég var grídarlega sáttur og lýsti thví yfir ad nú gaeti ég farid heim. Thannig lídur mér í dag, nú hef ég séd tvo leiki og átta mörk en heima bída mín og SHE tvaer kellur sem vid erum farin sakna verulega.

En thvílík stemmning í gaer, allt frá thví vid komum til Stuttgart thar sem Túnisbúar og Spanjólar fylltu göturnar og thar til flautad var til leiksloka og Las Ketchup byrjudu ad óma í hátalarakerfinu. Reyndar get ég ekki neitad thví ad thad var farid ad fara verulega um mig thegar stadan var enn 1-0 og adeins 25 mínútur eftir. Ég fór jafnvel ad sjá eftir thví ad hafa dottid í hug brandari um ad forrádamenn spaenska knattspyrnusambandsins hefdu komid ad máli vid mig eftir leikinn og grátbedid mig ad vera lengur, eftir tvo sigurleiki. En thá kom Raúl mér til bjargar eins og ég hafdi SMS-ad til Össa félaga míns í hálfleik. Eftir thad opnudust allar gáttir og stemmningin sídustu 20 mínúturnar var ólýsanleg, meira ad segja Thomas mágur minn gekk naestum af göflunum.

Eftir leikinn tókst okkur á e-n undarlegan hátt ad hitta Sverri og Gústa á leidinni ad lestinni. Sverrir sagdi okkur thá enn undarlegri sögu af thví thegar hann hitti gamlan vinnufélaga sinn frá Túnis á klósettinu á vellinum. Voru thad víst fagnadarfundir thrátt fyrir ad Sverrir klaeddist spaensku treyjunni og vaeri med spaenska fánann vafinn yfir herdarnar. Aetli Sverrir sé ekki mjúkasta fótboltabulla heims.

Eftir allt ad 199 km hrada á hradbrautinni skridum vid sáttir um eittleytid heim í hús. Thegar ég laeddist inn í svefnherbergi heyrdist í myrkrinu: Pabbi ertu komin ad hátta? Aetli sú unga stúlka hafi ekki verid sáttari vid svarid en flestir Spánverjar med sigurinn thetta kvöld.

En hvad er haegt ad segja um boltann fram ad thessu. Thad er einfalt: Spánverjar, Argentínumenn og kannski Hollendingar hafa sýnt bestu taktana en thad dugar skammt í útsláttarkeppninni.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmmm...Spánverjarnir voru magnađir í fyrsta leik en gátu lítiđ sem ekkert fyrsta klukkutímann í gćr. Áhyggjuefni? Klárlega. En mikiđ vona ég ađ ţeir haldi sínu striki - ţađ er strax fariđ ađ fara verulega í pirrurnar mér hvađ allir eru ađ pissa á sig yfir Argentínuliđi sem vann hundslappa og fáliđađa Serbíumenn međ yfirburđum. Y VIVA ESPANA!

Kjarri (IP-tala skráđ) 20.6.2006 kl. 16:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband