12.6.2006 | 11:41
Auglýsingar
Í tilefni af HM voru frumsýndar tvær auglýsingar. Önnur er mikil snilld með Ara Matthíassyni láta sig dreyma um að vera aðal í landsliðinu. Það er ekki oft sem maður sér snilldarleik í auglýsingu en þetta kemst næst því.
Hin er skelfileg. Ef lítill strákur birtist á skjánum og segir,"Pabbi, hvaðan kemur rafmagnið?", þá er kominn tími til að skipta um stöð. Til hvers er Orkuveitan að auglýsa? Ég veit ekki betur en að ég hafi ekkert val um hvaðan heita vatnið kemur.
Athugasemdir
Pfffttt, 100% sammála. Ari Matt er mjög góður sem "landsliðsmaðurinn", sérstaklega þegar hann slær handklæðinu í rassinn á Heiðari Helgusyni án þess að blikna. Það eru draumórar!
En Orkuveitusöngleikurinn er afleitur. Furðuleg ímyndarsýning, líklega framreidd til að lofta út vondu PR sem hlóðst upp meðan Alfreð Þorsteinsson var í brúnni. Þetta býður upp á atriði í næsta skaupi; strákur sem spyr pabba sinn að einu og öðru milli atriða í skaupinu (hvað er klukkan, má ég fara út að leika, hvað er í matinn o.s.frv.) og klikkaði pabbinn svarar öllu með söng og dansi, stráksa til mikillar armæðu.
Jón Agnar Ólason, 12.6.2006 kl. 13:57
Talandi um auglýsingar - Landsbankinn sendi mjög flotta sjómannadagskveðju um helgina - Einhver auglýsingastofa er að vinna fyrir kaupinu sínu fyrir þá - engin spurning....
Tengdó (IP-tala skráð) 12.6.2006 kl. 16:18
Orkuveituauglýsingin er horbjóður, á þetta virkilega að vera fyndið? Ég hringdi e-u sinni í Orkuveituna og lét skoðun mína í ljós með bækling sem hafði verið borinn á hvert heimili í landinu, þar sem manni var sagt, nánast berum orðum, að það væri ódýrara að hafa slökkt en kveikt!
Auglýsingin með Ara Matt er hins vegar óborganleg, þegar hann situr í lokin, dreymandi með bjórdósina... holdgervingur allra karlmanna heimsins!
Góða ferð til Zýzkalands, ja, zscehr zschön, aber...
únnúr (IP-tala skráð) 13.6.2006 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.