Í mynd

Ég hef tekið eftir því undanfarið að þungavigtarmenn á framboðslista VG eru dálitið ólíkir sjálfum sér á myndum sem hafa birst í fjölmiðlum. Myndirnar eru það undarlegar að ég hef komist að þeirri niðurstöðu að annað hvort er ljósmyndarinn snillingur sem hefur lagt af stað með ákveðið "Öreigar allra landa sameininst"-þema eða þá sú sorglega staðreynd að hann hafi einfaldlega klúðrað myndatökunni. Rétt er að útskýra þetta með nokkrum dæmum. Myndirnar eru teknar af vef VG en ljósmyndara er ekki getið.

VG-SV-1-Ogmundur_Jonasson_066

Þessi maður heitir Ögmundur og hann þekkja flestir. Af þessari mynd að ráða hefur Ögmundur misst nokkur kíló og myndi maður ætla að það hafi verið í þeim tilgangi að koma ferskur inn í kosningabaráttuna. Því miður er ekkert ferskt við þessa mynd, heldur er hún umlukinn grárri slikju, og það fyrsta sem manni dettur í hug er að megrunaraðferð Ömma hafi einkum falist í sársaukafullri hálskirtlatöku, mjög ströngum laxerolíukúr eða að baki sé mjög erfið lyfjameðferð. Hann virðist jafnvel þurfa að kasta upp. Hann lítur vissulega út eins og öreigi en þar sem flestir vita að svo er ekki þá held ég að myndin eigi takmarkað erindi á tölvuskjái landsmanna.

VG-NV-1-Jon_Bjarnason_065

Þetta er Jón Bjarnason. Hann er sósíalisti af gamla skólanum, maður sem skildi ekki róttækar vinstri hugsjónir eftir í menntaskóla líkt og margir, heldur hélt þeim ótrauður og vill sýna það í dag. Hann er þar af leiðandi, og því miður, með það sem ég vil kalla "Reynis Traustasonar"-syndromið á þessari mynd. Þetta syndrome felst í því að taka ekki að ofan þegar komið er inn í hús. Nú gæti verið að myndin sé tekin í faðmi fjallanna við Hóla í Hjaltadal en e-ð segir mér að svo sé ekki. Jón virðist því hafa krafist þess að halda húfunni enda er ég ekki í vafa um að hún sé einkenni þess að hann sé mjög róttækur, nokkurs konar Lenin okkar tíma. Þetta er svo sem þokkalegt lúkk en breytir því ekki að Jón er dóni að taka ekki að ofan.

VG-NA-1-Steingrimur_J_Sigfusson_056

Að lokum er svo Steingrímur. Nú vita margir að Steingrímur hleypur maraþon og gengur þvert yfir Ísland eins og að drekka vatn. Hann er því ekki eins grár og hinir en hefði ekki verið hægt að mynda slíkt hraustmenni án slikjunnar góðu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Skemmtileg úttekt og alltaf jákvætt þegar menn sjá ástæðu til betrumbóta í eigin ranni. En svona fer bannstefnan með menn... þeir fölna, grána og guggna. Ég myndi ráðleggja þessum VG (Vinstri-Grámyglum) að fá sér heilsubótargöngu út í Vínbúð, kaupa einn blómlegan Zinfandel (svosem Sonoma Zinfandel úr Napa Valley) og skála fyrir sér og kosningabaráttunni, sér til hressingar... en það er lokað, því er nú ansans miður. Og þeir geta sér um kennt.

Jón Agnar Ólason, 12.4.2007 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband