Góu gæinn

Stórkostlegur maður, Helgi í Góu.

Hann er sennilega formaður félags andúðar á sérfræðingum að sunnan, ASAS, ómenntaður harðjaxl sem byggði viðskiptaveldi sitt frá grunni með blóði, svita en ekki tárum því svona kallar grenja ekki eins og aumingjarnir í viðskiptafræðinni!!

Ég sá viðtal við hann í Fréttablaðinu þar sem hlakkaði í honum yfir lánleysi fjármálaráðherra, eftir að hann seldi hlut sinn í Sparisjóði Hafnafjarðar á 50 milljónir í fyrra en hefði getað fengið 200 milljónir núna. Helgi þykist hins vegar góður og ætlar að senda öllum sem voru svo vitlausir að selja í fyrra, hraun og kók í sárabætur. Góu gæinn stóð hins vegar í báða fætur og beið enda veit hann sennilega alltaf betur. Kannski er hann klárasti maður Íslands.

Nú er ég enginn sérstakur aðdáandi fjármálaráðherra en mátti hann ekki bara selja í friði. Er líf hans e-ð verra þó hann hafi orðið af 150 milljónum? Og ef það er verra er þá ekki eðlilegra að hann fái að bera þann harm sinn í friði án þessi að sælgætisbarónar í Hafnarfirði séu að strá salti í sárið.

Ég ætla að vona að þetta verði ekki framtíðarsiður þeirra sem græða á viðskiptum. Verður sá sem selur á fasteignina sína á lágu verði eða kaupir á háu athlægi. "Hvað ertu að segja, keyptirðu húsið á 50 milljónir? Ég keypti betra hús á 30 milljónir fyrir þremur árum, hí á þig? En ég ætla að bjóða þér upp á Seven Up og Snickers, fyrst þú ert svona mikill hálfviti".

Ég verð hins vegar að viðurkenna að ég væri alveg til í 150 milljónir og jafnvel bara 50 milljónir. Ég myndi ekki einu sinni segja nei við 5 milljónum. Ég er meira að segja til í hraun og kók. Helgi, ég er í símaskránni ef þú vilt senda mér e-ð.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Amen, bróðir. Þetta var góður hlátur

Jón Agnar Ólason, 1.4.2007 kl. 00:14

2 identicon

Eiríkur, þú ert fyndinn

Unnur (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband