Sýnarævintýri

Ég ætla að vona að það taki enginn plebbafærsluna alvarlega, þetta er bara samkennd Íslendinga sem hefur sínar skondnu hliðar. En það er enginn laus við að vera plebbi.

Annað alvarlegra mál er framkoma stafsfólks Stöðvar tvö. Það var hringt í mig í sept.-okt. á síðasta ári og mér boðið að gerast áskrifandi. Það stóð ekki til hjá mér en þar sem tilboðið var upp á Sýn út júní f. uþb. 16.000 kall og evrópupakkinn á 2.200 á mánuði, ákvað ég að slá til. Ég var reyndar ekki viss þannig að ég bað konuna sem hringdi að senda mér póst með tilboðinu. Hún vildi það hins vegar ekki og það hefði, eftir á að hyggja, átt að hringja e-m viðvörunarbjöllum hjá mér. Þegar ég sótti myndlykilinn var mér sagt að Sýn extra væri með og svo reyndist vera. Ég var því alsæll. Fyrir nokkrum mánuðum kom hins vegar í ljós að Sýn extra var dottin út og ég hringdi uppeftir til að kanna málið. Þá var mér svarað þannig að Sýn extra væri bara í Sportpakkanum en ég gæti keypt hana fyrir 890 á mánuði. Ég sagði þeim að þetta væri engan veginn það sem mér var lofað en þar sem ég vissi að ég myndi ekki nota Sýn extra eftir átta liða í Meistaradeildinni féllst ég á að hafa hana í mánuð til viðbótar. Var samt ekki sáttur en hélt að mesta vesenið væri afstaðið.

En svo var aldeilis ekki. Í kvöld sá ég að Sýn var dottin út og hringdi strax uppeftir. Þá var mér sagt að ég hefði bara tekið tilboðið í átta mánuði þeas út maí. Ég sagði þeim að tilboðið hefði hljóðað upp á áskrift út júní og ekkert hefði verið talað um átta mánuði. Enda er það fáránlegt fyrir fótboltafíkil eins og mig að hætta með Sýn þegar HM er að byrja. Þegar ég spurði hvað Sýn kostaði stóð ekki á svari: 14.000 í þrjá mánuði. En fyrir einn mánuð meðan HM er: 13.000!!!!!! Hvernig dettur þeim í hug að verðleggja Sýn á þessa upphæð. Þetta er ekki rán um hábjartan dag, þetta er nauðgun af verstu gerð. Manni er bara sagt að beygja sig fram meðan Þorsteinn, Gaupi og co. losa um beltið. Ég veit ekki hvað gera skal, mér er verulega misboðið og mun hringja í e-n yfirmann á morgun. Ef málið verður leyst farsællega fyrir mig get ég sáttur verið þó þetta sé óþolandi. Ef þetta verður hins vegar e-ð vesen mun ég aldrei skipta við þá aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er eitthvað skelfilega ógeðfellt við þetta fyrirtæki, 365!!!!! Hef svipaða sögu að segja, fékk mér sýn í síðasta mánuði og var lofað tilboði 1990 kr. fyrir mánuðinn. Svo þegar ég fékk Visa yfirlitið þá átti að rukka mig um 4290 kr. fyrir mánuðinn. Eftir mikið japl, jaml og fuður fékk ég þetta þó leiðrétt en þjónustan er alveg skelfileg; að hringja í þjónustuverið er hrein martröð - lágmarksbiðtími er um 15 mín. Það er að illri nauðsyn sem maður skiptir við þetta fyrirtæki, það er deginum ljósar!

Jói (IP-tala skráð) 7.6.2006 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband