Árni Finnsson

Er hægt að hugsa sér verri talsmann en Árna Finnsson? Ekki það að hann hafi ekki talsvert til síns máls. Nei það versta er að maðurinn talar eins og hann hafi farið með mjög grófan sandpappír á raddböndin hvern einasta dag síðastliðin 30 ár.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Hjartanlega sammála. Málstaðurinn er óumdeilanlega góður, en þegar talsmaðurinn er ekki frambærilegri en téður sandbarki er hæpið að fylgismönnum fjölgi. Ég var staddur á Economist-ráðstefnunni hér um daginn (afmælisdaginn minn, vel að merkja) og þá kvað Árni sér hljóðs af og til. Mér fannst merkilegt hvað útlendingarnir virtust ná að skilja hann vel þegar hann varpaði fram spurningum á ensku; ég skil hann varla þegar hann talar á íslensku! Ekki nóg með að röddinn hljómi á þann hátt sem hér hefur þegar verið lýst, heldur ber talandinn þess merki að tungan í honum sé alltof stór! En hann er efalaust besta skinn, og málstaðurinn er sannarlega hans megin. En seint verður hann sakaður um að vera of mikill sjarmabolti fyrir Náttúruverndarráð ...

Jón Agnar Ólason, 5.6.2006 kl. 19:00

2 identicon

Já það er hægt, nefni einn - Gunnar Birgisson, óskiljanlegur með öllu, bæði rödd og málstaður! Sjálfskipaður sigurvegari allra óþolandi talsmanna heimsins.
En var ekki verið að skipta um formann Náttúruverndarsamtakanna?

unnur (IP-tala skráð) 6.6.2006 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband