Tvö ár

Í dag er tvö ár síðan við Silla gengum í hjónaband að Breiðabólsstað í Fljótshlíð. Þó við séum bæði malbiksbörn par excellence þá kom aldrei annað til greina en að gifta sig og halda veislu í sveitasælunni enda erum við sveitarómantíkur af bestu gerð. Þetta heppnaðist líka ferlega vel, allt frá hinum umdeilda presti Önundi, einstökum söng Maríönnu Másdóttur í kirkjunni og til veislunnar á Hellishólum. Það er hins vegar leiðinlegt að vita til þess að Sigurborg og co. séu ekki lengur húsráðendur þar. Þau reyndust okkur einstaklega vel í öllum undirbúningi og meðan á veislunni stóð. 

Fyrir ári síðan héldum við upp á tímamótin með því að leyfa okkur algjöran lúxus á Hótel Búðum í ægifögru veðri. Í dag erum við hins vegar bundin yfir skvísunum okkar tveimur, Sólveig Halla er lasin og sú stutta er bara rúmlega mánaðar gömul. Við höfum því bara gert okkur dagamun á Hjarðarhaganum. Nú sitjum við fyrir framan tækið og fylgjumst með Davið Hasselhoff grenjandi yfir sigri Taylor Hicks í American Idol. Og jöplum á brúðkaupstertunni sem bragðast eins og ný þrátt fyrir tvö ár í frysti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband