Kosningar

Djöfull er leiðinlegt að hlusta á stjórnmálamenn ræða niðurstöður kosninga. Allir geta fundið e-ð jákvætt við sína niðurstöðu þó hún sé vonbrigði og þurfa að skjóta á næsta mann. Staðreyndin er sú að aðrir en Framsókn mega nokkuð vel við una á landsvísu þó að Samfylkingin megi vera ósátt við niðurstöðuna í Reykjavík.

Ég lít svona á þetta. Í fyrsta lagi átti Dagur að láta e-n annan taka skellinn og mæta ferskur til forystu eftir fjögur ár. Hann hefur lent í því að verja R-listann sem er rjúkandi rúst þrátt fyrir ágæta framgöngu í mörgum málum. Annað var vissulega verra, því verður ekki neitað. Hins vegar hafa Vinstri grænir falið fortíðina á bak við Svandísi sem er mjög frambærileg, en hinn hrútleiðinlegi Árni Þór hefur varla sést þó hann beri einna mesta ábyrgð á Hringbrautarslysinu. Framsókn er líka með nýja menn og hafa komið sér undan að ræða sín verk í tíð R listans. Það sem lesa má út úr þessu er þó einfaldlega það að þessir tveir flokkar eru ekki fá meira út úr því að bjóða sér heldur en undir merki R-listans. Framsókn tapar meira að segja manni. Í rauninni er Samfylking að fá meira en síðast, fjóra í stað þriggja ef við teljum Dag sem Samfylkingarmann þó hann hafi verið óháður fyrir fjórum árum. Í öðru lagi eru Vinstri grænir að vinna mikið á og mega vel við una, sérstaklega er ég sáttur við þá í Kópavogi þar sem karl faðir minn hefur lagt hönd á plóginn. Í þriðja lagi vonaði ég að Sjallar fengju átta menn í Reykjavík úr því sem komið var, svo þeir beri einir ábyrgð og geti ekki kennt öðrum um e-r málamiðlanir þegar efna á loforð. Ef þeir vinna ekki að því að koma flugvellinum úr Vatnsmýrinni eru þeir strax orðnir ómerkingar. Hins vegar er alveg útséð að Ólafur gefur ekki eftir flugvöllinn fari hann með sjöllum í meirihluta enda hefur hann örugglega fengið mörg atkvæði út á þessa hentistefnu.

Á öðru hef ég lítinn áhuga.

Hápunktur kvöldsins er samt án efa Gísli Sigurgeirsson á Akureyri. Þetta er klárlega versti fréttamaður landsins og takið eftir því hvernig hann heldur á hljóðnemanum. Hryllingur!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband