Nostalgía

Lykt og tónlist getur fært mann á augabragði ár eða áratugi aftur í tímann. Ef ég finn t.d. sveitta Landrover lykt er ég kominn í hringferð um landið fyrir tæpum þrjátíu árum þó að ég muni lítið eftir ferðalaginu. Sama má segja þegar ég heyri veðurfréttir á Rás eitt, það minnir mig á þegar ég flutti til Íslands fjögurra ára. Prins Póló lagið með Magnúsi Ólafssyni og Sumargleðinni og Hver vegur að heiman er vegurinn heim með Pálma Gunnarssyni eru svipuð, þegar ég heyri þessi lög umlykur mig e-r notaleg söknunartilfinning. Oftar en ekki tengist þetta ferðalögum og útilegum, jafnvel Akraborginni, eins undarlegt og það má vera. Það er verulega skrýtið hvernig sumir hlutir kalla þessar minningar fram en aðrir ekki. En oft eru áhrifin mun sterkari heldur en að skoða myndir. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Hjartanlega sammála; nefni í þessu sambandi fyrir mína parta til viðbótar sígilt lag Ladda / Eiríks Fjalars frá 1981, "Hvað er að þér nú? (Æ, og skammastu þín svo!)", amerísk lúxusbílalykt á borð við þá sem var í Cherokee jeppanum sem amma og afi áttu í den minnir mig á þegar ég sjálfur flutti til Íslands, fjögurra ára vel að merkja. Bara tilhugsunin um Lísukex fær mann til að svífa í huganum aftur í fótbolta úti á túni, með grasgræn hné og gleði í hjarta, af því mamma gaf hópnum oft Svala og Lísukex að leikslokum ...

Jón Agnar Ólason, 28.5.2006 kl. 00:54

2 Smámynd: Sævar Már Sævarsson

Glass Houses með Billy Joel = útilega í Atlavík fyrir 25 árum!

Sævar Már Sævarsson, 28.5.2006 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband