26.5.2006 | 16:18
NFS
Mér sýnist NFS hafa mistekist ætlunarverk sitt. Þeir senda út allan sólarhringinn en samt eru þeir með ferlega lélega og innihaldslausa kosningaumfjöllun. Ég efast ekki um að þeir geti sýnt fram á að svona mörgum klukkutímum hafi verið varið í kosningarnar en mikið af þessu er endursýnt efni frá m.a. gömlum borgarafundum þar sem stundum voru ekki einu sinni öll framboð komin fram. Á maður að taka mark á þessu rugli?
Annað sem er ekki síður slæmt er að umræðan snýst oft nær eingöngu um skoðanakannanir en ekki málefni. Er virkilega ekki hægt að fá vitsmunalega umræðu um stefnu flokkanna? Er enginn nógu góður til að fara í kjölinn á málum og halda aftur af þessu tuði? Jafnvel Egill Helgason tístir og hristist yfir því hver sé að útiloka hvern og hvernig nýjasta samstarfskjaftasagan hljómar. Mér hefur oft fundist Egill sniðugur en upp á síðkastið veit maður varla hvort hann er að koma eða fara, svo mikið talar hann í mótsögn við sjálfan sig. Hann var t.d. manna æstastur þegar skopmyndamálið kom upp í Danmörku og vildi helst gera meira af því að ögra aröbum en þegar Silvía Nótt segir fuck you við e-n grískan sviðsmann þá stekkur hann til varnar Grikkjum því þeir séu svo vandir að virðingu sinni. Mér sýnist á viðbrögðum Grikkja í Júróvisjón að þar fari dónaleg og hörundssár þjóð því það var ekki bara púað á Silvíu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.