Bull

Í dag urðu íþróttaáhugamenn vitni að einni af ógeðfelldari hliðum handboltans. Fyrir marga kom þess sjón verulega á óvart en þeir sem til þekkja vita að vandamálið hefur verið til staðar í nokkurn tíma og nefnist einu nafni handboltabullur.

Mönnum er eflaust enn í fersku minni þegar harðsvíruðum hópi stuðningsmanna Fram sem kallar Fylkinguna, og hörðum kjarna stuðningsmanna KA, sem kallar sig Páskaungana, lenti saman á kaffihúsinu Bláu könnunni á Akureyri. Bárust lætin þaðan yfir á Ráðhústorgið, þar sem lögreglan þurfti að kalla til liðsauka frá DAlvík og Árskógsströnd, til að hemja verstu bullurnar. Þá hefur lögreglan í Reykjavík margsinnis þurft að hafa afskipti af miskunnarlausum stuðningsmannahópi Vals, sem kallar sig Rauða kverið. Er þar einkum um að ræða róttæka menntaskólanema úr Hamrahlíð. Ekki er vitað um fleiri skipulagða bulluhópa en vitað er að í Vestmannaeyjum er ein skæð bulla. Svo skemmtilega vill til að hún er einnig stjórnarmaður í ÍBV. Þá er formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar í bullinu en það er önnur og eldri saga.

Rekja má þetta vandamál til handboltans sjálfs. Segja sálfræðingar og atferlisfræðingar sem rannsakað hafa málið að alls kyns atriði sem tengjast íþróttinni sjálfri leiði til sturlunar hjá þeim sem haft hafa gaman af. Er þar einkum um að ræða þá staðreynd að það tapar enginn í handbolta vegna verri leiks. Ástæðan er yfirleitt sú að dómarinn lét liðið tapa, eftirlitsdómarinn var ekki á staðnum, eftirlitsdómarinn var á staðnum en það hafði enginn eftirlit með honum, HSÍ lagði vísvitandi erfiðara leikjaprógram fyrir tapliðið og síðast en ekki síst þá senda dómarar allt of háan reikning fyrir þjónustu sína.

Afleiðingin er hins vegar sú að hinn almenni borgari þorir ekki lengur á leiki af ótta við bullurnar sjálfar. Handboltaleikir eru því spilaðir fyrir hálftómu húsi.

Er nema von að handboltinn sé í ruglinu. 

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338238/0


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband