Aldrei einn á röltinu

Það er örugglega gaman að vera stuðningsmaður Liverpool. Tilheyra stórum hópi eins og hjörð og sitja á Ölveri með gleðitárin lekandi niður kinnarnar meðan falskasti fjöldakór veraldarsögunnar kyrjar afspyrnulélegt lag með Gerry and the pacemakers.

Ég vil nú ekki vera of dómharður, þessi tilfinning gefur örugglega góða gæsahúð en getur e-r útskýrt fyrir mér hvers vegna stuðningsmenn liðs sem kemur frá heimabæ Bítlanna, völdu lag með hljómsveitinni sem söng Ferry across the Mersey?

Þetta er svipað og segja, "Nei, veistu ég fíla ekki Godfather en The Whoopee Boys er frábær ræma".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Jú takk, það er ekki amalegt að vera Púllari. Alltént skárra en að vera uppgjafa Manchester United stuðningsmaður

Ég held fyrir mína parta að það hafi aldrei farið fram einhvers konar forval á opinberu lagi fyrir liðið, ekkert val á milli Bítlanna og Gerry & The Pacemakers; þetta er bonafide sing-along sem bara festist. Ertu með tillögu að Bítlalagi sem myndi gera sama gagn á fótboltaleik sem hópsöngur? Bítlið er mestanpart tímalaus snilld, en ég sé samt hvorki Taxman, Norwegian Wood, Something, né Octopus' Garden vera að gera sig í þessu samhengi.

Ef þú ætlar að setja eitthvað gott á pulsu þá fer tómatsósa, sinnep og allt það gums betur á hana heldur en gæsalifrarkæfa, crême brûlée eða hvítlaukshumar. Það þrennt síðastnefnda er óumdeilanlega betri og vandaðri matur, en allt á sinn stað og stund.

Vel á minnst - Real Madrid ættu kannski að gera Bítlaslagarann 'Help!' að sínu sönglagi? Ekki veitir af ...

Svei mér ef svar mitt er ekki veglegra en færslan þín! 

Jón Agnar Ólason, 9.3.2007 kl. 00:31

2 Smámynd: EG

Sérstaklega ánægjulegt að þú skulir fyrstur taka upp hanskann fyrir þetta magnþrungna lag. Ég hef satt að segja aldrei litið á þig sem neinn sérstakan púlara heldur fyrst og fremst Milan mann en sennilega er best að baða sig í ljómanum meðan það endist. Kannski er þetta ekki rétt munað en ég minnist þess ekki að þú hafir glaðst sérstaklega yfir sigri Liverpool fyrir tveimur árum og því síður að þú hafir kyrjað lagið góða í stofunni hjá Hlífari.

Það er hins vegar alveg rétt að Help! væri sérstaklega viðeigandi lag fyrir Real enda eru þær fastir í klóm þjálfara, sem er algerlega óhæfur, og stjórn sem veit ekkert hvað hún á að gera. Það er verst að enska með spænskum  hreim hljómar svo illa. Ég er hræddur um að frækinn sigur Capello á börsungum í maí 2004 verði ekki endurtekinn á  morgun. Sennilegra er að markatalan verði svipuð og þá en nú barca í vil, og þá eru dagar Ítalans taldir. Farið hefur fé betra myndi einhver segja, og taktu þrítuga gamalmennið með þér!!

En varðandi Bítlana þá má finna í safni þeirra urmul af hentugum singalong lögum. With a little help from my friends, Yellow Submarine, Let it be etc. En sennilega er það rétt, hvítaukshumarinn hæfir ekki pulsunni. Og ég er satt að segja feginn að þessari tímalausu snilld sé ekki nauðgað á hverjum laugardegi en ég ítreka það að stemmningin er eflaust góð. Lagið er bara svo vont og því er þetta allt dáltítið eins og að íbúar í Dijon hittist reglulega og fái sér pullu með SS sinnepi. Bara því allt á sér stað og stund.

EG, 9.3.2007 kl. 14:18

3 identicon

"Tilheyra storum hopi eins og hjord." Varla ertu ad halda tvi fram ad studningsmannahopur Real se litill og vaeskilslegur? Eda ertu ad detta i Stefans Palssonar girinn, t.e.a.s. ad finnast tad miklu toffadra ad halda med lidi sem fair Islendingar halda med? Hmmmm, sagdi einhver "snobb"?

Kjarri (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 15:42

4 Smámynd: EG

Ég hef fengið það á tilfinninguna undanfarið að Liverpool stuðningsmenn séu manna fjölmennastir hér á landi. Og stundum væri ég alveg til í að geta deilt sorgum mínum, gleði og þrám vegna Real með fleirum en tveimur-þremur Íslendingum. En að halda með Real Madrid mun aldrei verða borið saman við að halda með Luton, hvorki í snobbi upp né niður á við!! Stebbi Páls myndi skalla þig fyrir þessi orð.

Við Sverrir stefnum hins vegar að því að stofna íslenskan Real Madrid stuðningsmannaklúbb. Kannski verður sá draumur e-n tíma að veruleika.

EG, 9.3.2007 kl. 15:56

5 identicon

Madur er manns gaman. Thad er fátt gaman vid Liverpool en hins vegar er texti Gerry and the pacemakers tekin beint úr enskri thýdingu Hávamála ;

Young was I once, I walked alone,
and bewildered seemed in the way;
then I found me another and rich I thought me,
for man is the joy of man.

Thannig er thetta háklassískur kvedskapur sem sunginn er á pöllum bítlaborgarinnar. Vid Man Utd menn kjósum hins vegar einfaldari en beinskeyttari kvedskap ss " Oh, ah, oh-ah-Cantona ! "

Med kvedju, Rabbi

rafn hilmarsson (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband