Bjánahrollur

Er e-ð ömurlegra en uppstrílaður Jón Axel að kynna fegurðarsamkeppni Íslands. Eftir einstaklega sterílt atriði þar sem stúlkurnar gengu fram í síðkjólum með aðstoð fjögurra sveina í svörtum jakkafötum og velfráhnepptum hvítum skyrtum, hafði hann ekkert betra að segja en að þetta væri "mjög fallegt atriði". Ég held að þarna hafi hámarki smekkleysis og skynvillu verið náð.

Annars var í rauninni eitt sem skyggði á Jón þetta kvöld og það var Unnur Birna með risastóra kórónu að ávarpa lýðinn: "Mér er sönn ánægja að vera með ykkur hér í kvöld því það er ekki auðvelt þar sem ég hefði getað verið hvar sem er í heiminum blablabla...." Gat ekki annað en engst um í sófanum meðan bjánahrollurinn hríslaðist um mig þangað til Silla var búin að skipta um stöð. Ég nenni ekki að gagnrýna þessa kroppasýningu, það virðist alltaf vera nóg af hégómafullu fólki sem tekur þátt og þeim er það velkomið mín vegna. En ég ætla sannarlega að vona að dætur mínar vaxi upp úr því í síðasta lagi við fermingu að langa að vera lítil prinsessa með kórónu. Það er nefnilega fátt bjánalegra fyrir fullorðið fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Mér fannst nú frasinn "mjög fallegt atriði" alveg sprengfyndinn. Ég bjóst við að hann myndi toppa það í kjölfar bikinisýningarinnar með því að segja "þetta fannst mér afskaplega huggulegt og heilbrigt".

En mér sýnist þið hafa skipt aðeins of snemma um stöð því þegar Unnur Birna hafði lokið því að lýsa viðstadda stálheppna að hún gæti verið með þeim snerist hún á hæl og flaug svo á hausinn! Ég er ekki að tala um að misstíga sig eitthvað smá, heldur skall stelpugreyið kylliflatt. Góðu heilli virtist hún ekki hafa meitt sig að ráði, og þ.a.l. er í lagi að hafa hlegið. Sjónvarpsmóment ársins - Miss World á hausnum. Usss, það má ekki hlæja að þessu ....

Jón Agnar Ólason, 25.5.2006 kl. 16:27

2 Smámynd: Sævar Már Sævarsson

Déskotans, ég skipti um leið og hún var búin að segja "Mér er sönn ánægja...". En það var eins gott að það gerðist eitthvað í þessari útsendingu sem var ömurleg í alla staði. Myndatakan þannig að þetta gat allt eins verið í Stapanum, kynnarnir eins og þeir væru að lesa upp tölur í Bingói og loka hnykkurinn jafn dramatískur og biðskák. En það voru greinilega allir að horfa!!

Sævar Már Sævarsson, 25.5.2006 kl. 17:24

3 Smámynd: EG

Mér tókst að sjá þessa magalendingu áðan. Veit ekki hvort ég geti talið mig heppinn eða óheppinn að hafa ekki séð þetta. Hefði ég séð þetta væri ég líklega á bráðamóttökunni með bjánahroll á háu stigi.

EG, 25.5.2006 kl. 22:42

4 identicon

Ég horfði EKKI, ekki einu sinni í eina sekúndu, lökkí mí að "missa" af þessu maður!

Laulau (IP-tala skráð) 25.5.2006 kl. 23:20

5 identicon

ÉghorfðiEKKI,ekkieinusinniíeinasekúndu,lökkímíað"missa"afþessumaður!

Laulau (IP-tala skráð) 1.6.2006 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband