Afstaða

Ég varð fyrir ákveðnu áfalli í dag þegar ég tók könnun á www.afstada.is. Nú er ég búinn að ákveða að kjósa Samfylkinguna og þetta mun ekki breyta þeirri afstöðu en það var samt mjög slæmt að sjá að af 10 spurningum var ég 4 sinnum sammála exbé, 3 sinnum Samfylkingu, 2 sinnum Vinstri grænum og einu sinni sjálfstæðisflokki. Bót í máli var að ég var aldrei sammála Frjálslyndum enda hef ég misst mikið álit á þeim fúla flokki undanfarið. Þetta sýnir hins vegar að framsókn er oft með frambærileg mál en flokkurinn er bara svo plebbalegur að það kemur ekki til greina að gefa honum atkvæði.

Að öðru sem þó er skylt. Ingvi Hrafn sjallapungur er mun vægari en ég átti von á. Nú hef ég tvisvar séð Stefán Jón hjá honum og sá síðarnefndi hefur kjaftað hann svo í kaf að hrafninn segir bara já og amen. Gott ef hann vildi ekki meina að það væri lítill munur á framboðunum í Reykjavík. Þó að margir þoli ekki Stefán Jón þá má hann eiga það að hann hefur munninn fyrir neðan nefið og hæfilegt sambland af ósvífni og brosmildi. Það væri mjög gott að Dagur hefði brot af þessum hæfileika, þegar hann lendir í tuðinu stífnar hann allur upp og virðist alls ekki liða vel. Því miður er það þannig að menn eru oft metnir á því hvernig þeim gengur í framíköllum og tuði án þess að fá einfaldlega tækifæri til að koma málum sínum á framfæri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var sem betur fer hvorki með B né D í efsta sæti heldur S sem fékk 40% - ætli ég geti þá ekki kosið Samfylkinguna með góðri samvisku. Reyndar skiptist afgangurinn af stigunum nokkuð jafnt á milli hinna flokkanna sem sýnir að við erum að kjósa um fólk frekar en málefnin sem eru keimlík hjá flokkunum. Erum við í alvöru að kjósa um hvort við viljum vatnsrennibrautargarð eða barnadag?!!!

Silla (IP-tala skráð) 25.5.2006 kl. 00:51

2 Smámynd: Sævar Már Sævarsson

Ég var með 70% á hægri vængnum og þegar svo er komið hjá litla Rússanum frá litlu Moskvu þá er eitthvað að þessum framboðum. En ég mun fylgjast spenntur með hvernig Afstöðu.is gengur að selja auglýsingaplássið á síðunni. Þetta er lélegasta milliondollarsíðu hugmynd sem ég hef séð.

Sævar Már Sævarsson, 25.5.2006 kl. 17:29

3 identicon

Eiríkur nú þarf þú að fara að hugsa ráð þitt, þú ert orðinn eins og hver annar miðaldra jeppaplebbi!
Míns var með miklu hagstæðari útkomu:
40% V
20% S
20% F
20% D (sem er 20% of mikið)
10% B (sem er líka alltof mikið)

Unnur (IP-tala skráð) 26.5.2006 kl. 10:58

4 identicon

Já:
50% F
40% V
10% D
0% S
0% B
og ég VIL flytja 1. maí hátíðahöldin í Húsdýragarðinn!!!!! hver var með það á stefnuskránni???? Sorrí, ætla ekki að kjósa F og ekki heldur V... þó mér finnist hún Svandís blómstra. En s.s. það er EKKERT að marka þetta og það er ekki heldur enn búið að selja auða auglýsingaplássið, híhíhí. En ég gæti líka auðveldlega tekið þessa könnun aftur og verið sammála einhverjum allt öðrum.... hver finnur svona síður? hafiði ekkert að gera í vinnunni eða hvað?

Laulau (IP-tala skráð) 26.5.2006 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband