Bókamarkaður

Skellti mér á bókamarkaðinn í dag. Sennilega er 90 % bókanna lítið spennandi á slöppum díl. En það er vel þess virði að leita hin 10 % uppi og við fundum nokkrar góðar. Aðallega barnabækur en e-ð um kiljur eftir erlenda höfunda sem Bjartur hefur verið að gefa út.

Einn gullmoli skar sig þó úr. Um er að ræða nokkur tölublöð af Brandarablaðinu sem ég hef ekki séð í fjölda ára. Ég kannaðist strax við fjöldann allan af bröndurum en eins og menn muna kannski gekk blaðið aðallega út á ljósbláan húmor, gamla dónakalla og þrýstnar stúlkur, smádrengi að fylgjast með hegðun foreldra í svefnherberginu og svo mætti lengi telja.

BRANDARABLAÐIÐ, Glens er gulli betra, vafasamir brandarar.

Það eru svona forsíður sem selja!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband