Löggiltur frídagur

Ég legg hér með til að föstudagur eftir undankeppni Eurovision verði gerður að löggildum frídegi. Með því móti verður hægt að flytja partýin yfir á fimmtudagana þegar Íslendingar taka þátt enda sé ég ekki fram á að við munum komast í aðalkeppnina næstu tuttugu árin amk. Það skiptir engu máli máli hvort við séum að reyna að vera góð, fyndin, hress eða dramatísk með framlagi okkar, það er öllum sama og kjósa frekar tattóveraða kynskiptinga frá Tyrklandi eða spriklandi bankamenn frá Litháen. Reyndar fær Silvía plús fyrir að hafa náð að pirra Grikki svona rosalega, hver nennir að æsa sig yfir leikinni persónu? En hitt var verra að þulir annarra sjónvarpstöðva tóku sérstaklega fram að um grín væri að ræða og það er líklega það versta sem hendir grínista, að það verði að útskýra brandarann. En líklega mátti búast við þessu, lagið er ekki gott og fólk var ekki að fatta brandarann. Hvað stendur þá eftir?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Már Sævarsson

Það sem stendur eftir er að biðja blessuð börnin sem mættu á ESSO stöðina afsökunar. Jú, jú, hugmyndin er góð, fyndin og vakti athygli en brandarinn var alfarið á kostnað lítilla barna og mörg saklaus hjörtu særð með þessu athæfi. Blessuð börnin voru örugglega fljót að jafna sig en það afsakar ekki illkvittnina í þessum brandara. Af hverju var ekki bara boðað til blaðamannafundar og fjölmiðlafólk fíflað. Sirkusinn, Ingvar E. og Ólafía Hrönn ættu að biðjast afsökunar, ef þú særir einhvern þegar þú ert að rembast við að vera fyndinn áttu að hafa manndóm í að viðurkenna mistökin. Hananú!

Sævar Már Sævarsson, 19.5.2006 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband