17.5.2006 | 14:50
Ég hef aldrei séð annan eins ísskáp
Vinur minn setti smá grín um Eyþór Arnalds inn á síðuna sína og fékk athugasemd frá e-m sjalla útí bæ sem sakaði hann um að vera illa "innréttaður". Er nú ekki helgislepjan orðin full mikil? Það verður bara að viðurkennast að þetta er grátbroslegt, gæinn er loksins orðinn oddviti flokks sinna drauma, búinn að ná sér eftir eldri mál, nýþveginn og strokinn með unglamb upp á arminn og honum dettur ekkert betra í hug en að keyra fullur. Og ætlar hann að stelast til að keyra stutta leið? Nei hann ætlar frá Hótel Holti til Selfoss!!
Ég bíð bara eftir því að sjálfstæðismenn byrji að jarma um mannlegan harmleik eins viðkvæðið var þegar Árni Johnsen sprakk úr græðgi. Ég vil bara biðja menn að nota ekki það hugtak um græðgi og fyllerísvitleysu því mannlegur harmleikur er e-ð allt annað og alvarlegra. Er það ósanngjarnt af mér að halda að áfengismeðferðin verði til málamynda meðan öldurnar lægja? Má búast við að Eyþór muni sitja með rauðvínsglas á búgarði sínum í Ölfusi einn góðan veðurdag, sæll og glaður með bæjarstjóratignina? Spyr sá sem ekki veit.
Athugasemdir
Mæltu manna heilastur, þessi sjónleikur um mannlega harmleikinn er þegar farinn í gang og manni finnst nú rykþyrlarinn Valhöll vera kominn á fulla vinnslu. Að ekki sé minnst á yfirlýsingu ógæfumannsins: "Þetta hefur aldrei hent mig áður [...] en ég ætla samt í meðferð". Það er ólukkans vesen þegar það hendir mann að keyra fullur, svona bara óforvandis. "Æææ úbbs og obbosí, er ég ekki að keyra fullur, hvernig henti þetta?!" Túborgarinn hefði betur hangið í Todmobile, þeirri öndvegisgrúppu.
Ég hef aldrei séð aðra eins frystikistu...
Jón Agnar Ólason, 17.5.2006 kl. 17:08
Einmitt. "ég bíð bara eftir mínum dómi" haldiði að hann fái dóm?
Sammála, þetta eru bara allt rósir og ryk sem fuðrar upp á undraskömmum tíma því við aumir kjósendur erum ekki nógu langrækin og rotin......
Eins og einhver aumingjans maður sem "lenti í framhjáhaldi" og konan skildi við hann.... í ýmsu er hægt að lenda!
Laulau (IP-tala skráð) 17.5.2006 kl. 17:51
Einmitt. "ég bíð bara eftir mínum dómi" haldiði að hann fái dóm?
Sammála, þetta eru bara allt rósir og ryk sem fuðrar upp á undraskömmum tíma því við aumir kjósendur erum ekki nógu langrækin og rotin......
Eins og einhver aumingjans maður sem "lenti í framhjáhaldi" og konan skildi við hann.... í ýmsu er hægt að lenda!
Laulau (IP-tala skráð) 17.5.2006 kl. 17:52
Eitt sinn skíthæll, ávallt skíthæll. Hann er mannlegur harmleikur holdi klæddur!
En hjálpið mér að rifja upp... eru það ekki í 99% tilfella boðberar frelsis og frjálsræðis í landinu sem "lenda" í öllum þessum mannlegu harmleikjum? Árni Johnsen, Sigurður Kári, Árni Þór (sem hefur tekið við sjónvarpsstjóraembætti á ný), Kristján Ra og örugglega e-r fleiri. Hver er skýringin á þessu?
unnur (IP-tala skráð) 18.5.2006 kl. 09:31
Einmitt."égbíðbaraeftirmínumdómi"haldiðiaðhannfáidóm?
Sammála,þettaerubaraalltrósirogryksemfuðraruppáundraskömmumtímaþvíviðaumirkjósendurerumekkinógulangrækinogrotin......
Einsogeinhveraumingjansmaðursem"lentiíframhjáhaldi"ogkonanskildiviðhann....íýmsuerhægtaðlenda!
Laulau (IP-tala skráð) 20.5.2006 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.