14.2.2007 | 22:42
Af öðru sjonvarpsefni
Fyrst ég er kominn í fæðingarorlof hef ég nokkuð rúman tíma til að leita að skemmtilegu efni á Youtube. Í framhaldi af nokkrum myndskeiðum úr morgunsjónvarpinu hef ég ákveðið að setja inn nokkra uppáhaldsþætti frá níunda áratugnum. Misgóðir þættir en ég mátti ekki missa af einum einasta.
Fyrsti þátturinn var geysilega vinsæll og því var ég nokkuð svekktur þegar systir mín kom með þær fréttir frá Þýskalandi að þar væri hlegið að þættinum. En ég hafði verulega gaman af þessu þýska Leiðarljósi og lét mig dreyma um að keyra glænýjan Bens um sveitir Þýskalands.
http://www.youtube.com/watch?v=WSNtE2qZeTY
Annar þátturinn er frá frumbernsku Stöðvar 2. Einstaklega kúl Breti sýnir illmennum New York borgar hvar Davíð keypti ölið. Intróið að þættinum eldist furðu vel miðað við margt annað en ég hef svo sem ekki séð þáttinn í 20 ár.
http://www.youtube.com/watch?v=uB1NiNKwueE
Þriðji þátturinn var í verulegu uppáhaldi í lengri tíma. E-r pælingar voru um það að Marilyn Manson hefði leikið stórt aukahlutvek í þáttunum en mér sýnist ekki og sá hann reyndar neita því í e-m þætti. En hvað er skemmtilegra þegar maður er fjórtán en að fylgjast með kvennamálum drengstaula á hippatímanum.
http://www.youtube.com/watch?v=cobvYazgfeM
Fjórða þættinum muna allir eftir. Frægasta byrjun í íslenskri sjónvarpssögu og þó viðar væri leitað en ég verð að viðurkenna að ég nennti varla að horfa á þættina þegar þeir voru endursýndir nokkrum árum seinna. En andsk.. hafi það, þetta er retró eins og það gerist best.
http://www.youtube.com/watch?v=Y2Fe7VAK0ww
Að lokum verð ég að minnast á Balka og félaga. Ég horfði á mikið af skelfilega lélegu gamanefni á þessum árum, meira að segja um konur á Flórída á eftirlaunaaldri, sem spiluðu bridds og töluðu um karla í eldhúsinu. En þessi þáttur var sérstaklega skemmtilegur enda á ég vin sem minnti á hinn óborganlega Balka. Ég vil bara biðja menn um að endursýna ekki þessa þætti. Og þá meina ég aldrei!!!
http://www.youtube.com/watch?v=8vbnLYROCj8&mode=related&search=
Ég mun svo setja smávegis lýsingar hér inn um það hvernig daglegt líf hjá okkur feðginunum gengur fyrir sig.
Athugasemdir
Mér fannst Larry og Balki alveg svakalega fyndnir og skemmtilegir. Þeir voru endursýndir á stöð 2 í fyrra minnir mig. Eldast alveg skelfilega. Það er ávísun á meiriháttar kjánahroll að horfa á þá aftur.
Lára (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.