Brennslan mín-erlend

Það er líklega langt í að ég verði svo frægur að komast í Birtu með brennsluna. Ég hef því ekki önnur ráð en að setja lagalistann hingað en lögin fylgja ekki með.

Five miles out: Þetta snilldarlag frá Mike Oldfield er eitt af mínum uppáhaldslögum og hefur verið lengi. Það er e-r sérstök blanda af krafti, melodíu og söng Maggie Reilly sem gerir þetta að algerri perlu.

1984: Ég hefði getað valið aragrúa af Davið Bowie lögum en þetta varð fyrir valinu þar sem mér finnst þetta einfaldlega vera besta lagið á uppáhalds plötunni, Diamond dogs.

Bigmouth strikes again: The Smiths eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég er ekki frá því að þetta sé af bestu plötu þeirra, The queen is dead. KGB vinur minn kynnti mig fyrir þessu í menntaskóla og ég hef aldrei fengið leið á þessu síðan.

I´ve been tired: Pixies klikka sjaldan þó maður sé kannski ekki eins spenntur fyrir þeim og oft áður. Þetta lag af Come on pilgrim er klassískt, textinn góður og áhrifin fín.

Chovendo na roseira: Sambajazz a la Antonio Carlos Jobim er snilld. Ímynda sér að sitja í hvítum jakkafötum á bar við ströndina í Ríó ca. 1965 með kokteil í glasi og hlusta á þessa snilld.

Julia: Það er auðvitað til urmull laga frá Bítlunum sem vert væri að setja hér inn. Þetta lag er hins vegar eitt af þeim sem sitja eftir þegar þessi frægustu eru orðinn pínulítið útlifuð.

This town ain´t big enough for the both of us: Fáránlegt lag með Sparks. Silla spurði mig hvort lagið væri með Leoncie þegar ég leyfði henni að heyra það. Ekki beinlínis hrós. En það er e-ð sem heillar mig við þetta lag. Ekki spyrja mig hvað.

Initials BB: Gainsbourg var snillingur og þetta er uppáhaldslagið mitt með honum. Það var ekkert plebbalegt við kallinn þangað til hann fór að semja hrikalega vondar diskó sólarsömbur með stunum og öllu, uppúr 1980.

Only when I lose myself: Ég fór á tónleika með Depeche Mode í San Sebastian 1998. Hafði lítið hlustað á þá og fannst þeir satt að segja bara vera e-r leifar frá níunda áratugnum þó vinir mínir héldu öðru fram. En þeir eru helv.. góðir og þetta er það lag sem ég er hrifnastur af.

Moving: Ég er alger Kate Bush kall og þetta er af bestu plötunni hennar, The kick inside. Platan er alveg mögnuð og hún var ekki nema tvítug þegar hún var gerð. Hins vegar er erfitt að gera upp á milli laganna en þetta stendur líklega upp úr og hefur gert frá því ég heyrði það fyrst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband