12.5.2006 | 13:45
Ísland í bítið
Maður hrósar fólki allt of sjaldan en ég get ekki annað en lýst aðdáun minni á Ragnheiði Guðfinnu í morgunsjónvarpinu. Fagmaður fram í fingurgóma og það er hrein unun að fylgjast með henni tæta hvern stjórnmálamanninn á fætur öðrum í sig í endalausri leit sinni að kjarna málsins. Þá finnst mér ekki síðra hvað hún nálgast viðfangsefni sín af mikilli nærgætni og dýpt. Umfjöllun um Afganististan var afbragð. Hún og Gulli Helga eru tvíeyki sem ná eyrum landsmanna. Bravó NFS, haldið áfram á þessari braut!!
Athugasemdir
Já, já, hmmmm.....
Laulau (IP-tala skráð) 12.5.2006 kl. 18:13
Já,já,hmmmm.....
Laulau (IP-tala skráð) 15.5.2006 kl. 14:18
HEHE kaldhæðni dagsins, heyr heyr:)
Jóhann M. Ólafsson (IP-tala skráð) 16.5.2006 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.