12.5.2006 | 13:36
Bling
Bling er orð í ensku máli yfir glysgirni og tengist einkum rapp-og hiphopmenningu í USA, og jafnvel hórumangi líka. Þetta orð var notað yfir amerískan jeppa í bílaþætti á Skjá 1 um daginn og því kom mér skemmtilega á óvart þegar ég lenti fyrir aftan svona "bling" Lincoln Navigator jeppa á ljósum um daginn. Það sem staðfesti blingið í bílnum voru felgurnar, sem snúast gljáfægðar og krómaðar jafnvel þegar bíllinn er kyrr. Mér lék mikil forvitni á að vita hver væri við stýrið á slíkum pimpmóbíl, enda kom mér enginn íslenskur melludólgur í huga þá stundina. Ég jók því hraðann á framsóknartroopernum jafnt og þétt þar til ég var kominn upp að hlið bílsins. Og viti menn, situr ekki annar hinna merku tvíbura af Skaganum, Arnar eða Bjarki undir stýri. Megi guð og gæfan fylgja þeim bræðrum í öllum sínum störfum framvegis.
Athugasemdir
Bling Bling. Whos your daddy................Its Gunnlaugsson;)
Jóhann M. Ólafsson (IP-tala skráð) 16.5.2006 kl. 19:08
Bling Bling........whos your daddy...........its Gunnlaugsson hehe
Jóhann M. Ólafsson (IP-tala skráð) 16.5.2006 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.