12.5.2006 | 23:56
HM 1982
Þegar ég var á níunda aldursári var HM á Spáni. Þessi keppni er sú fyrsta sem ég fylgdist með og man eftir og ég held að hún hljóti að vera ein af þeim betri sem haldnar hafa verið. Ég hélt með Brasilíu og grét við kvöldverðarborðið þegar þeir duttu út í einum frægasta leik sögunnar við Ítali á Sarria vellinum í Barcelona. Aðalstjarnan var Zico og það er kannski til marks um hvað ég er í raun orðinn gamall að í dag lítur umræddur Zico út eins og Yoda!! "Whatever happened to all of the heroes, all the Shakespearoes", sungu Stranglers. Ég get tekið undir þessi orð.
Athugasemdir
Ég fatta ekki alveg myndina sem fylgir þessu bloggi, en hvað um það. Þessi keppni var auðvitað stórkostleg og náði hámarki þegar úrslitaleikurinn var sýndur beint í svart-hvítu en Bjarni Fel var reyndar í lit. Englendingar töldu sig vera með besta lið í heimi og þegar þeir duttu út í milliriðli eftir jafntefli við Spán sagði Ray Wilkins að þetta væri mesti sorgardagur í sögu HM.
Sævar Már Sævarsson, 14.5.2006 kl. 15:05
Jú, Sævar, kæri vin; Þetta er sjálfur Zico sem stendur í varnarveggnum fyrir miðja mynd, ekki svo ósvipaður Yoda. Ég tek líka undir með Eika hvað lið á HM '82 varðar, ég fylgdi Brössum. Ásamt Zico voru þar Eder, Socrates, Junior, Falcao og fleiri kappar. Þetta var dúndurfínt mót ... fyrir svo mörgum árum síðan.
Jón Agnar Ólason, 14.5.2006 kl. 15:40
Smellið á myndina, þá sést kallinn betur.
EG, 14.5.2006 kl. 18:37
Bíðum aðeins við!!! Að vera ofurknattspyrnuhetjan og súperhjartaknúsarinn Zico fram að fertugu og breytast síðan hægt og rólega í Yoda. Er þetta ekki hin fullkomna ævi???
Sævar Már Sævarsson, 15.5.2006 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.