10.5.2006 | 15:33
juvemafían
Hneykslismál skekur nú "gömlu konuna". Lögreglan í Tórínó hefur undir höndum upptökur af samtölum milli stjórnenda hjá juve og þeirra sem skipa dómara, um hvað dómarar eigi að sjá og hvað ekki. Bak við þetta er Luciano Moggi, sem er kallaður "Lucky" og hefur verið viðriðinn æðstu stjórn juve í mörg ár. Þessi gæi er svo sleazy að hann er með merki fyrir fatlaða í bílnum svo hann fái alltaf gott stæði, en það amar víst ekkert að honum. juventus hefur verið með gott lið síðustu 10 ár en ég er hræddur um að e-r titlar séu á mörkunum. Það þarf varla að minna inter menn á brotið á Ronaldo í teignum um árið.
Athugasemdir
Það er ekki út í bláinn að þessi drullusokkur er kallaður Lucky; Charles Luciano, einn harðsvíraðsti mafíósi sem Ítalía hefur af sér alið var líka kallaður Lucky. Að bera nafnið Luciano, vera glæpamaður og skítseiði; þá kallar maður sig Lucky.
Morta per Juventus - per siempre al inferno.
Jón Agnar Ólason, 14.5.2006 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.