Mæli með

1. Arrested Development: Bestu gamanþættir frá USA sem ég hef séð. Ekkert síðri en það besta úr Office, Ali G og Fóstbræðrum.

2. HM treyjum frá Tælandi: Þær líta margar alveg eins út og official treyjurnar, en kosta amk þrisvar sinnum minna með flutningi og tolli.

3. Ben & Jerry´s: Besti ís í heimi. Það er komin ísbúð með þessari snilld í Smáralind.

4. Opel Astra station árg. 2001. Það er mikil eftirspurn eftir þessum gæðavögnum en ég veit um einn til sölu.

5. Bleikum blazer frá Sævari Karli og hvítum hörbuxum: Yeah right.

6. Gráðostaborgaranum á Vitabarnum: Sá besti í bænum og maður á ekki að þurfa að minna fólk á þetta.

7. Sveitasundlaugum: Það er fátt betra á ferðalagi um landið en að skola af sér í góðri sveitalaug. Nú líður að því að ég fari að gefa stjörnur.

8. Dætrum: Það er frábært að eiga tveir litlar stelpur.

9. Draumalandinu: Fyrrv. orkumálastjóri var að tala um að það væri hægt að virkja og hafa fallegt landslag. Þetta er svipað og að segja við Frakka að þeir geti bara selt Mónu Lísu, það sé alveg hægt að mála góða eftirlíkingu af henni.

10. Mín skoðun með Valtý Birni: Þetta eru ekki skemmtilegustu gæjarnir í bransanum en svona þáttur er nauðsynlegur ef maður er í bílnum milli 12 og 14. En hvað hefur þessi Böddi Bergs unnið sér til frægðar annað en að vera bróðir Guðna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Böddi Bergs hefur unnið sér þrenn til frægðar, að því ég best veit:

1. Hann var tæknimaður í hinum geðþekka útvarpsþætti „Lunga unga fólksins" á Aðalstöðinni sálugu. Þetta veit ég því ég sá um þáttinn nokkrum sinnum. Böddi var óþyrmilega hress og oft við það að kafna úr stuði í stúdíóinu.

2. Hann spilaði fótbolta með skítaliðinu Val. Hann vermdi bekkinn oftast nær en fékk þó að koma inn á af og til og skoraði t.a.m. gegn KR einu sinni, frekar eitt mark en tvö minnir mig.

3. Hann er ljótasti maður heims.

Kjarri (IP-tala skráð) 8.5.2006 kl. 17:31

2 identicon

Böðvar var einnig kosinn ljótasti/leiðinlegasti maður Evrópu á Frasaverðlaununum 2005. Annars er gaman að sjá Hörbuxnaeiganda gera grín að sjálfum sér.

Sverrir (IP-tala skráð) 8.5.2006 kl. 20:37

3 Smámynd: EG

Mínar hörbuxur eru ekki hvítar en þetta var reyndar bara sett inn fyrir þig Sverrir minn

EG, 8.5.2006 kl. 22:10

4 identicon

Eru það ekki bara hörðustu kapítalistar sem mæla með og borða Ben & Jerry´s ís!
Ef þú átt svar við getrauninni um hvað þið Björn Ingi eigið m.a. sameiginlegt þá verður það ekki B&J ís og ekki Frimmi. Ísmöguleikum fækkar stöðugt!

U (IP-tala skráð) 9.5.2006 kl. 11:35

5 identicon

Ég var búin að gefa vísbendingu, af hverju birtist hún ekki?

unnur (IP-tala skráð) 10.5.2006 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband