Vor í lofti

Sunnudagurinn var góður. Byrjaði á að fara í sund með Sólveigu Höllu. Við löbbuðum út í Vesturbæjarlaug og áttum ágætan tíma í blíðunni. Vesturbæjarlaugin er hins vegar skrýtin laug. Mér fannst alltaf gaman að koma þangað þegar ég var lítill. Í anddyrinu var fiskabúr og það var alltaf notaleg lykt í loftinu, sambland af klór, hitaveituvatni og gömlum innréttingum. Það er ekki að undra að fortíðaþráin hríslist um mann þegar maður horfir á Jón Odd og Jón Bjarna. Hins vegar hefur þessi laug lítið breyst frá þeim tíma, fyrir utan nokkuð nýstárlegt gufubað og heitu pottarnir eru fleiri. Og það versta er að barnalaugin er ísköld. Hvenær á að breyta þessu? Það nær ekki nokkurri átt að maður hafi sundlaug sem ætti að vera með allt til alls í göngufjarlægð, en verði að keyra út á Nes eða upp í Árbæ ef börnin eiga ekki að fá snert af kuli. Svo er laugin umlukin stóru grassvæði sem enginn notar. Þar sem ég er sérstakur áhugamaður um sundlaugar, sérstaklega úti á landi reyndar, ætla ég að gefa Vesturbæjarlauginni 5 stjörnur af 5 fyrir stemmningu, 2 af 5 fyrir aðbúnað og hitastig en 1 stjörnu af 5 fyrir Eirík Jónsson.  Samtals 3 stjörnur með námundun.

Seinna um daginn fórum við með báðar stelpurnar í Þjóðminjasafnið. Ég mæli með því, safnið er flott uppsett og svo eru góðar hliðarsýningar í gangi reglulega. Við fórum þangað fyrir um ári síðan og þá var í gangi sýning frá Hönnunarsafni Íslands. Þar sá ég snilldarstóla sem eru e-s konar íslenskt svar við Sjöunni hans Arne Jakobssen og heitir Skatan. Ef e-r veit um hvort eða hvar er hægt að fá svona stóla, má sá hinn sami láta mig vita.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst barnalaugin í Árbæjarlauginni líka vera of köld! og ég sem bý í námunda við hana! ekki gott mál.

Laulau (IP-tala skráð) 10.5.2006 kl. 14:53

2 identicon

MérfinnstbarnalauginíÁrbæjarlauginnilíkaveraofköld!ogégsembýínámundaviðhana!ekkigottmál.

Laulau (IP-tala skráð) 12.5.2006 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband