Bíóauglýsingar

Hvenær var því breytt að fengnir voru menn til að skrifa stuttan texta um þær myndir sem auglýstar voru í Mogganum. Textinn var kannski ekki fullkominn og myndirnar kannski ekki heldur en maður vissi frekar að hverju maður gekk. Nokkur dæmi:

Austurbæjarbíó nóv. 1978: Blóðheitar blómarósir; Sérstaklega falleg og djörf ný þýsk ásta og útilífsmynd í litum,  með e-m best vöxnu stúlkum sem sést hafa í kvikmyndum.

Stjörnubíó 1978: Carrie, e. Brian DePalma; Sigur Carrie er stórkostlegur. Kvikmyndaunnendum ætti að þykja geysilega gaman að myndinni.

Nýja bíó 1982: Gagnárás keisaradæmisins eða Stjörnustríð II; Ein af furðuverum sem fram koma í myndinni er hinn alvitri Yoda en maðurinn að baki honum er Frank Oz, einn af höfundum Prúðuleikanna t.d. Svínku.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband