22.1.2007 | 15:35
Ástæðan
Tapið gegn Úkraínu verður ekki skýrt með slökum sendingum í hraðupphlaupum, framtaksleysi og meiðslum Óla Stefáns, ótímabærum skotum, slakri markvörslu eða almennu stressi. Þetta rann upp fyrir mér áðan þegar mér barst póstur frá Icelandair. Ástæðan er sú að hinn óborganlega ófyndni og leiðinlegi "Ofurhugi" hefur verið að sniglast í kringum landsliðið úti í Þýskalandi síðustu daga. Auðunn Blöndal er vissulega skemmtilegur þegar vel tekst til en þetta gallsúra sidekick hans hefur aldrei kallað fram svo mikið sem brosvipru hjá mér. Mönnum hefði átt að vera þetta ljóst enda var þetta jafn gáfulegt og að senda Árna Finnsson á Greenpeace ráðstefnu með Kristján Loftsson til aðstoðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.