Tveir góðir

Það er tveir menn mér nokkuð hugleiknir þessa dagana. Annar er Bjarni Ármannsson. Þetta er öðlingur af bankamanni að vera, fór í fæðingarorlof, syngur í veislum og heklar. En það er e-ð yfirnáttúrulega hallærislegt við hann. Kynningin á Glitnis nafninu í Háskólabíó með U2 dynjandi undir var eins og atriði úr The Office og ekki var hann síðri í Fréttablaðinu í morgun í fráhnepptri röndóttri skyrtu með Bubba. Svolítið wild en snyrtimennskan í fyrirrúmi. Hinn er Björn Ingi Hrafnsson. Er þessi maður úr plasti eða gúmmíi? Í einni auglýsingunni frá xbé eru allir frambjóðendurnir saman en hann er lang stærstur, eins og e-r hafi blásið hann upp. Ég hélt satt að segja að það væri ekki hægt að bæta lofti í hann. Líklega stendur xbé fyrir xBjörn Ingi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HeHe gæti ekki verið meir sammála þér með Björn Inga, maðurinn er uppblásið egó, fór sér hægt í fyrstu en hann blæs meir og meir út með hverjum deginum sem líður; á líkast til eftir að enda eins og "sætabrauðskallinn" í þeirri ágætu mynd "Ghost Busters". Það er spurning hvort samfélagið þoli aftansönginn sem á eftir að standa útúr óæðri endanum á honum þegar stungið verður á kýlið, ekki ráð nema í tíma sé tekið, óvíst hvort að landinn geti þolað fúlann fnykinn;)

JMO (IP-tala skráð) 6.5.2006 kl. 14:14

2 identicon

Eiríkur, bloggið þitt verður sífellt skemmtilegra aflestrar! EN, veistu hvað við, ég og þú, eigum sameiginlegt með hinum geðþekka og hugumstóra Birni Inga? Ísí verðlaun fyrir rétt svar.
U

unnur (IP-tala skráð) 8.5.2006 kl. 13:37

3 Smámynd: EG

Vonandi ekkert, en ég er hræddur um að það sé ekki rétt svar.

EG, 8.5.2006 kl. 13:52

4 Smámynd: Sævar Már Sævarsson

Ég er sammála þessu með Bjarna og kynninguna á nýja nafninu, en hengjum ekki bakara fyrir smið. Á meðan hann stóð á sviðinu klappandi í takt við U2 lagið með einhvern furðulega skömmustulegan, gleði og greddu svip, eins og hann væri þátttakandi í live peep show-i en grunaði að nú hefði hann verið gabbaður út í bölvaða vitleysu, þá var enn asnalegra að sjá hvernig kliðurinn fór um salinn og magnaðist þangað til múgurinn var farinn að klappa og stappa í óráði, af því að nafnið á fyrirtækinu þeirra var orðið GLITNIR!!!! Dulítið löng setning en ég segi bara eins og Gunnar í Krossinum, "má ég heyra AMEN?"

Sævar Már Sævarsson, 8.5.2006 kl. 16:37

5 identicon

Gef þér smá vísbendingu, mundu að það er ís í húfi, ekki Frimmi þó!
Hann (Björn Ingi), þurfti eins og við, að sleppa því að nota augnháralit (maskara) í viku!

unnur (IP-tala skráð) 9.5.2006 kl. 11:30

6 identicon

Hva! á ekkert að segja svarið?

Laulau (IP-tala skráð) 9.5.2006 kl. 20:45

7 Smámynd: EG

Svarið er að U telur okkur öll hafa farið í hina rómuðu augnaðgerð. Hins vegar er mikill misskilningur að Ben&Jerry´s sé fyrir kapítalista. Fyrirtækið var stofnað af e-m síðhippum og þeir nota bara sérstaka mjólk, umbúðirnar eru vistvænar og þeir styrkja ýmis góðgerðarsamtök. Það má segja að þetta sé Greenpís.

EG, 10.5.2006 kl. 09:31

8 identicon

En prísinn á ísnum er bara fyrir kapítalista og auðmenn. Ekki reyna að halda öðru fram góði...

unnur (IP-tala skráð) 10.5.2006 kl. 10:54

9 Smámynd: EG

Nema fyrir okkur öreigana sem verslum í Bónus

EG, 10.5.2006 kl. 15:34

10 identicon

Hva!áekkertaðsegjasvarið?

Laulau (IP-tala skráð) 11.5.2006 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband