Raunir stelpupabbans

Nú á ég tvær dætur og góða konu. Ég er sem sagt stelpupabbi enda hef ég aldrei átt von á öðru þar sem ég á tvær eldri systur en engann bróður. Þessu fylgir hins vegar sérkennileg staða sem eldri dóttir mín lýsti ágætlega rétt eftir að við komum heim af fæðingardeildinni. Þannig var ég var að skeina henni þegar hún segir óvænt: "Pabbi, á ég að borða typpið þitt". Mér krossbrá, fannst þetta pínulítið óþægilegt en sá ekki ástæðu til að fara nánar yfir þetta enda er hún að skemmtilegur og heilbrigður krakki. Skömmu síðar var hún komin inn í eldhús og sagði þá við mömmu sína : "Pabbi er ekki með neitt typpi". Nú get ég upplýst óttaslegna lesendur að þessi orð barnsins eru ekki á rökum reist, án þess að nánar verði farið út í það. Því verður hins vegar ekki neitað að hlutfall testósteróns hefur lækkað umtalsvert á heimilinu en hvort sem menn kunna að trúa því eða ekki þá hefur mér aldrei liðið betur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Hólí makkaróní, Hr Gunnsteinsson. Ertu í bjórnum, seint á föstudagskvööööldi ...?!

Jón Agnar Ólason, 6.5.2006 kl. 03:04

2 Smámynd: EG

Ég þarf nú varla að vera fullur til að segja fyndna sögu af samskiptum á heimilinu. Kannski hefði ég átt að byrja færsluna á orðunum Ekki fyrir viðkvæma, en mér datt það satt að segja ekki í hug.

EG, 6.5.2006 kl. 08:00

3 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Vitaskuld ekki, mátt ekki misskilja mig ... þessi saga er typp topp. BTW - bjallaði í tengilinn hjá Eddu útgáfu og hátíðarútgáfan af Fögru veröld er löngu uppseld og með öllu ófáanleg. En kíktu í kaffi við tækifæri og þá tökum við snúning á snilldinni.

Jón Agnar Ólason, 6.5.2006 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband