12.1.2007 | 16:41
Björn vonar
Stórkostleg er leikhúsgagnrýni Björns Inga í síðunni hans. Maðurinn er svo yndislega væminn og tilgerðarlegur að maður getur ekki annað en hrifist með. Frasar eins og "Það var hátíðleg stemmning í Borgarleikhúsinu í gær", "það var þá sem leikstjórinn Hilmis Snær barði það augum sem 18 ára piltur og ákvað í framhaldinu að hasla sér völl í leikhúsinu. Það var mikil gæfa fyrir þjóðina" og "en unga fólkið stelur þó senunni. Rúnar Freyr Gíslason, Gunnar Hansson, Birgitta Birgisdóttir og Ellert Ingimundarson eru hreint og beint stórkostleg í hlutverkum sínum; gefa allt sitt og uppskera ríkulega." Þarna nær Björn hámarki í klisjulegri umfjöllun um upplifun sem virðist hafa verið svo yndisleg og sykursæt að puttarnir á honum hljóta að hafa klístrast saman á lyklaborðinu. Þess má geta að hinn ungi leikari Ellert Ingimundarson verður fimmtugur á þessu ári og Rúnar og Gunnar eru komnir vel á fertugsaldurinn. Toppnum nær Björninn hins vegar í lokaorðum færslunnar þegar hin skemmtilega fullyrðing "Dagur vonar er einfaldlega leiksýning ársins" kemur fram. Samkvæmt mínu dagatali er 12. janúar í dag. Vonandi hefur hann rétt fyrir sér
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.