Nýríki Nonni

Ég er orðinn þreyttur á ofurlaunum og bankahagnaði. ég er orðinn þreyttur á fréttum af fólki sem hefur hagnast mikið og ég er eiginlega þreyttur á íslenskri græðgi. Nú er staðan sú að verðbólgan er að fara úr böndunum, krónan sveiflast fram og aftur og ég verð að borga meira. Það er nefnilega almenningur sem sýpur seyðið þegar illa gengur. Þess vegna er ég þreyttur á hvað laun eru orðin óraunverulega há hér á landi. Menn geta ekki sætt sig við minna en milljón á mánuði og það er fussað og sveiað yfir 500.000 kalli. Ég þekki nokkra sem eru t.d. í þessum verðbréfabransa og ég veit að þeir hafa það mjög gott og ég get samglaðst þeim yfir velgegninni, svona eins og þeim sem vinnur í Lottó. En ég get ekki verið sammála því að þetta séu laun sem séu sanngjörn vegna þess að þeir hafi unnið fyrir þeim. Það er eins og var í fótboltanum fyrir nokkrum árum og menn kostaðu allt upp í fimm milljarða og þegar leikmennirnir voru sjálfir spurðir, ypptu þeir öxlum og sögðust ekki getað ímyndað sér að neinn væri svona mikils virði. Sem kom á daginn, liðin voru að tefla á tæpasta vað og verðið lækkaði. Svipað er að segja um tölvufyritækin sem mörg voru rekin á yfirdrætti fyrir nokkrum árum. Tökum dæmi af sölu á stóru fyrirtæki sem selt er fyrir á annan tug milljarða. Fyrir söluferlið tekur banki 5-7 %. Það þýðir amk 800 milljónir fyrir söluferli sem tekur nokkra daga en lögfræðingar fyrirtækisins ganga svo frá í tímavinnu. Þegar fasteignasala tekur að sér að selja hús tekur hún kannski 1,5-2%. Af hverju þarf bankinn að taka 5-7 %? Er ekki nóg að gera þetta fyrir 100 milljónir? Svo taka allir þátt í þessum leik því þetta er orðið svona stórkarla umhverfi þar sem menn hafa misst sjónar á raunveruleikanum. Ég er hræddur um að þetta og neyslan sem fylgir í kjölfarið hafi meiri áhrif á á verðbólgu en hækkun launa þeirra sem annast gamla fólkið eða yngstu kynslóðina. Og tala nú ekki um þegar maðurinn sem er með sambærilegt háskólapróf er með eina og hálfa á mánuði þá langar þig að vera með meira en  350.000 kall. Og þá fer allt af stað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Heyr heyr. Græðgin er undirrót alls þess versta í heiminum. Ef fólk tæki upp á því að vera sátt með það sem það hefur myndu mörg vandamál leysast af sjálfu sér. Hvers vegna er betra að vera með 100 milljarða í hagnað en 100 milljónir? Getur maður gert eitthvaðð meira fyrir 100 milljarða? Er þessi upphæð ekki orðin svo absúrd að það skiptir ekki máli lengur?

Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að við erum bara dýr og dýr slást um matinn. Flest dýr draga sig hins vegar í hlé þegar þau eru mett en við ekki. Ó vell...

Villi Asgeirsson, 4.5.2006 kl. 09:20

2 identicon

Gvuð hvað ég er SAMMÁLA. Græðgi er það sem fellir okkur að lokum. Og er "hagnaður" raunverulegur hagnaður? og hverjir virkilega EIGA jeppana sína? ...... það er ekki bara græðgi, heldur öfund og fyrring.

Laulau (IP-tala skráð) 5.5.2006 kl. 20:17

3 identicon

Gvuð hvað ég er SAMMÁLA. Græðgi er það sem fellir okkur að lokum. Og er "hagnaður" raunverulegur hagnaður? og hverjir virkilega EIGA jeppana sína? ...... það er ekki bara græðgi, heldur öfund og fyrring.

Laulau (IP-tala skráð) 5.5.2006 kl. 20:17

4 identicon

Heyr, heyr. Farísear og tollheimtumenn!

Innilega til hamingju með Sigrúnu Emilíu. Við fáum fréttir af Sólveigu Höllu af leikskólanum. Kíkjum á ykkur við tækifæri. Kærar kveðjur, Flóki

Flóki (IP-tala skráð) 5.5.2006 kl. 22:47

5 identicon

GvuðhvaðégerSAMMÁLA.Græðgierþaðsemfellirokkuraðlokum.Oger"hagnaður"raunverulegurhagnaður?oghverjirvirkilegaEIGAjeppanasína?......þaðerekkibaragræðgi,helduröfundogfyrring.

Laulau (IP-tala skráð) 7.5.2006 kl. 03:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband