4.5.2006 | 02:11
Dagsatt
Það á að tryggja sjöllunum sigur í borginni í vor. Hvað sem það kostar og þ.a.l. er búið að setja Ingva Hrafn á besta tíma og Jóhanna Vilhjálms beitir neitunarvaldi í Kastljósinu eins og henni hentar. Hins vegar er það þannig að í borginni eru þrír vondir kostir og tveir betri. Í seinni flokkinn falla Vinstri grænir vegna Svandísar og Samfylkingin vegna Dags. Ég get því ekki sagt að ég hafi verið fullkomlega samkvæmur sjálfum mér þegar ég fullyrti að þetta væri allt eins þar sem ég hef mun meiri trú á þeim tveimur en öllum hinum til samans. Vilhjálmur er eins og Don Alfredo, þó hann hafi reynt að fá mýkri ásýnd, og hver vill það. Sem fæst orð um Björn Inga hafa minnsta ábyrgð og Ólafur er kominn út í horn hjá mér í borgarmálum þú að ég geti stutt umhverfisverndarstefnuna. Svandísi þekki ég lítið en hún hefur heiðarlegt yfirbragð en ég þekki Dag og mun hiklaust kjósa hann. Ég er búinn að þekkja til hans nokkuð lengi og veit að honum er treystandi þó að hann geti virkað full gáfulegur og þunglamalegur á stundum. En það er eitt sem Reykvíkingar verða að hafa í huga og það er að Sturla Böðvarsson og hinir tréhestarnir stjórni því ekki hverjir ráða í Reykjavík með sínu plotti.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.