Like father like daughter

c_documents_and_settings_eirikur_my_documents_my_pictures_2007_01_10_img_6115_110771.jpg
Síðdegis tilkynnti fimm ára dóttir okkar hjóna að nú væri hún tilbúin að horfa á leikritið sem er á myndinni inni í eldhúsi. Þegar betur var að gáð kom í ljós að umrædd mynd er af Star Wars köllum sem raðað hefur verið í kringum afmælisköku í tilefni af eins árs afmæli myndarinnar. Hjartað í mér tók kipp og ég ákvað að leyfa henni að byrja á fyrstu myndinni eftir kvöldmat. Af gömlum vana kláruðum við að horfa á myndina enda finnst mér þetta ekki ólíkt því þegar pabbi sagði við mig í gamla daga að maður slökkti ekki á sjónvarpinu meðan þjóðsöngurinn var leikinn eftir síðasta dagskrárlið á sunnudagskvöldum. Skemmst er frá því að segja að þeirri stuttu fannst myndin skemmtilegri en Sitji guðs englar í leikhúsi, skemmtilegri en nýja jólamyndin með Mikka og skemmtilegri en að þrífa með mömmu!! Þá fóru reyndar að renna á mig tvær grímur en nokkrum stundum síðar fékk ég aðdáunina staðfesta. Þegar hún var komin upp í rúm tók hún sig nefnilega til og teiknaði myndina á hulstrinu og skrifaði Star Wars við. Myndin fylgir með en eina sem Silla gat sagt var:Hún er alveg eins og þú, algjör dellukelling. Eins og sjá má á myndinni er Lilja prinsessa í uppáhaldi en hún skilur ekki alveg af hverju prinsinn sem leysir hana úr álögum er bróðir hennar. Fljótlega munum við taka númer tvö en mér heyrist hún reyndar vera spenntari fyrir þriðju myndinni. Út af böngsunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband