Lögfræðikjaftæði

Ég stóð í málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sem endaði reyndar með sátt. Eftirá stóð ég á spjalli um atriði málsins við innganginn að Héraðsdómi þegar e-r rónakelling með sjóræningjaklút, sem hafði setið á tröppunum, stóð upp og hvæsti á okkur "Ég nenni ekki að hlusta á svona lögfræðikjaftæði" og strunsaði fyrir hornið. Nú skal tekið fram að kona þessi var aldrei inni í samræðunum enda hafði ég varla tekið eftir henni. En þetta kennir manni eitt, maður á ekki að bjóða rónum bæjarins upp á neitt kjaftæði . Allavega ekki lögfræðikjaftæði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband