3.5.2006 | 21:26
Ensk dramatík
Hversu aumkunarverðir eru Englendingar? Það er tvennt sem kemur upp í hugann. Í fyrsta lagi finnst mér fyndið að leggja rosalega áherslu á að fá enskan landsliðseinvald en eiga engan nógu góðan. Þetta er eins og Peter Kenyon segi "ég vil fá toppleikmann til Chelsea en hann verður að koma frá Scunthorpe". Það er svo sérstakt rannsóknaratriði hvers vegna þeir eiga ekki betri stjóra en raun ber vitni en ef ég ætti að velja tæki ég Big Sam. Í öðru lagi er þetta drama í kringum Wayne Rooney. Það var meira að segja haft eftir Gerrard að það væri útilokað að England ynni HM án Rooney. Hvað bull er þetta? Ég verð fyrstur að viðurkenna að Rooney er í fremstu röð ungra leikmanna en þessar Maradona samlíkingar eru út í hött. Leyfum manninum að sanna sig fyrst og að lokum; Englendingar geta alveg unnið HM með eða án Rooney, en það mun koma mér á óvart. Vinni hins vegar Spánn, Ítalía, Argentína eða Holland þá er það staðfest hér með að ég tel sigurvegarann koma úr þessum hópi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.