Færsluflokkur: Bloggar
3.12.2007 | 23:10
Treyja vikunnar 11
Belgía 1982:
HM 1982 er mögulega hápunktur treyjuhönnunar. Adidas, Le coq sportif, Umbro, Puma, Admiral, Topper, Diadora og Penalty mættu á svæðið í sínu fínasta pússi og afraksturinn er klassík enn þann dag í dag. Sennilega átti Admiral þó besta mótið með hinni klassísku ensku treyju og þessari belgísku með hokkíkylfunum á hvorri hlið. Það hefði ekki verið amalegt að vera í hausnum á þeim sem hannaði mynstrið þegar hann brainstormaði á mörkum brjálæðis. Sveittur og trylltur við teikniborðið: "og svo látum við strimil ganga frá miðri erminni niður að merkinu.... bíddu bíddu bíddu jú látum strimil koma að brjóstinu og taka beygju og liggja svo beint niður alla leið niður til enda. Já svona á þetta að vera og svo til þess að fullkomna verkið höfum við þetta frábæra Admiral merki með reglulegu millibili á strimlinu." Ég veit ekki af hverju en þetta svínvirkar og veitti Belgunum aukakraft sem skilaði sér í sigri á Argetínumönnum í opnunarleik.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2007 | 00:22
Griselda og kókaínkúrekarnir
Konan á myndinni til hliðar heitir eða hét Griselda Blanco og er frá Kólumbíu. Ég veit ekki hversu margir lesendur kannast við þessa kellu en ég hafði aldrei heyrt um hana fyrr en í gærkvöldi. Ég skrapp á bestu leigu bæjarins við Dalbraut til að ná mér í e-ð að glápa á og rak augun í heimildarmynd um kókaínbrjálæðið í Miami um og eftir 1980, Cocaine Cowboys. Myndir er sögð vera raunverleikinn á bakvið Miami Vice og Scarface. Í minningunni er Miami Vice fyrst og fremst léttir sumarjakkar með uppbrettar ermar, lágmarkslaunalöggur á rándýrum sportbílum og frábærlega samin sjónvarpstónlist.
Öðru máli gegnir um Scarface. Allt frá því að ég sá hana fyrst fyrir um 20 árum hef ég verið aðdáandi. Pacino hefur aldrei verið betri nema kannski í annarri Guðföðurs myndinni. Svo er þetta tímabil upp úr 1980 skelfilega hallærislegt, rosaleg glysgirni og almennt smekkleysi. Samt hefur mér á e-n undarlegan hátt alltaf fundist þetta tímabil spennandi. Það sem stóð uppúr í myndinni var samt hrátt ofbeldið og þá sérstaklega mjög eftiminnilegt keðjusagaratriði á baðherbergi. Umrætt atriði er ótrúlega viðbjóðslegt en samt á e-n hátt trúverðugt enda eigast bara við lúðar frá Kúbu og Kólumbíu í Hawai skyrtum og ljótum brúnum efnisbuxum. Erfitt að skýra það nánar en ég á alltaf hálf erfitt með að horfa á þetta atriði enda hef ég horft öðrum augum á Kólumbíumenn síðan þá. Þrátt fyrir að Bólívíumenn og Kúbumenn séu í aðalhlutverkum í myndinni eru það Kólumbíumennirnir sem vekja mestan óhug.
Í heimildarmyndinni kemur fram að það var þessi kona sem stóð að miklu leyti á bakvið hið gegndarlausa ofbeldi sem breytti Miami í hættulegustu borg Bandaríkjanna á örfáum árum. Hún var ýmist nefnd Guðmóðirinn eða Svarta ekkjan og er talin bera ábyrgð á um 200 hundruð morðum á ca. 5 ára tímabili. Grimmdin var slík að hún krafðist þess að heilu fjölskyldurnar væru drepnar vegna vanskila og voru börn ekki undanskilin. Þá naut hún þess að láta brytja lík niður og skilja þau eftir í vegkanti á fjölförnum slóðum. Það var þessi síkópatíska grimmd sem gerði hana að valdamestu manneskjunni í kókaínheiminum í Miami á þessum árum. Að lokum náði lögreglan henni en vegna klúðurs hjá saksóknara slapp hún við dauðadóm. Hún var látinn laus árið 2004 og send til Kólumbíu. Ekki er vitað hvar hún er niðukomin en ef konan á myndinni flytur í húsið eða íbúðina við hliðina á ykkur er best að þrífa sameignina og halda kjafti. Það margborgar sig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.11.2007 | 22:20
Arnarfjörður
Af mörgum fallegum fjörðum á Íslandi ber Arnarfjörður sennilega af. Það er ógleymanlegt þegar við Silla komum niður af Dynjandisheiðinni fyrir nokkrum árum og sáum fjörðinn í allri sinni fegurð og fjöllin milli Ketildala raða sér upp eins og vel æfður her eða súlur í grísku hofi. Undir fjalli um miðjan fjörðinn kúrði Bíldudalur upplýstur, rétt til að sýna örlítið lífsmark. Innst í firðunum norðan megin steypist Fjallfoss fram og nokkru lengra er Hrafnseyri, sem hvert íslenskt mannsbarn ætti að kannast við.
Það er því í raun ótrúlegt að mönnum hafi dottið í hug að koma olíuhreinsunarstöð fyrir í sunnanverðum firðinum. Það segir sig sjálft að olíuhreinsunarstöð er viðbjóður ein og sér en til að bæta gráu ofan á svart verður hún ætluð rússneskum olíuskipum. Maður getur rétt ímyndað sér tilfinninguna að sitja í gylltum sandinum í Hringsdal eða á safni um Jón Sigurðsson á Hrafnseyri þegar heljarinnar rússneskur ryðkláfur kemur vaggandi inn fjörðinn, stútfullur af olíu og stefnir beint á óhemjustóra hreinsunarstöð.
Með þessu áframhaldi verðum við öll eins og Mad Max, hörmuleg framtíðarsýn þar sem allir eru í snjáðum og slitnum leðurfötum eða í lufsulegum búningum eins og voru vinsælir í Freestyle keppnum í Tónabæ. Keyrandi um Vestfirði á farartæki sem er blanda af jepplingi og mótor kross hjóli, skimandi í fjarska þar sem eldar og svartur reykur stíga til himins frá líflausri olíuhreinsunarstöð. Það versta við þessa framtíðarsýn er að ég er viss um að ég sé skelfilega asnalegur í leðurbuxum.
Björgum Arnarfirði!! Annars endarðu í leðurbuxum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.11.2007 | 16:37
Treyja vikunnar 10
UNAM Pumas 1983:
Aðdáendur dálksins Treyja vikunnar hafa eflaust nagað neglurnar af spenningi undanfarið af ótta við að dálkurinn hafi verið lagður af. En óttist ei, treyjurnar eru ekki dauðar úr öllum æðum.
Treyja vikunar er frá hinu goðsagnakennda mexíkóska félagsliði Pumas. Það þarf ekki mikinn treyjuspeking til að sjá að þetta er mjög óvenjuleg fótboltatreyja með þessari risastóru mynd af fjallaljóni framan á. Ég er samt ekki frá því númerið sé í mestu uppáhaldi hjá mér. Það er eins og Gúlliver hafi verið fenginn til að sjá um númeramerkingar í Putalandi.
En Pumas eru að sjálfsögðu mínir menn í Mexíkó þar sem Hugo Sanchez hóf ferilinn þar. Það segir sig sjálft.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2007 | 18:27
KOOL
Lengi vel vissi ég bara um eina manneskju sem reykti KOOL sígarettur. Það var móðir mín og mér fannst það ekki par svalt. Þetta var einn af þeim hlutum sem setti fjölskylduna í óþægilega mikinn minnihluta ásamt því að borða lambahrygg á aðfangadag þegar allir voru með hamborgarhrygg, vera í súrri svefnpokagistingu meðan fjölskyldur á amerískum parketlögðum stationbílum létu fara vel um sig í uppábúnu á Eddu og fá bara Cheerios á morgnana en ekki Trix eða Count Chocula.
Löngu seinna bættist önnur kona í KOOL hópinn og þá var kominn dúett. Sú kona færði KOOL reykingar hins vegar á svalara stig þegar hún stóð við kassann í 10/11 og bað afgreiðslumanninn um einn KOOL. Sá lét sér fátt um finnast og gerði sig ekki líklegan til að afgreiða pakkann. Hún ítrekaði því beiðnina og þá leit strákurinn hissa upp og sagði: "Ó ég hélt að þú hefðir sagt að þú værir kúl".
Það var því óneitanlega skemmtilegt þegar ég var staddur á uppboði austur í Grímsnesi fyrir viku, að lögreglumaður á vegum sýslumannsins á Selfossi dró upp pakka af KOOL og kveikti sér í. Íslenskir KOOL reykingamenn eru því orðnir þrír. Ætli það sé ekki kominn tími til að þessi hópur hittist, eins og tíðkast með minnihlutahópa. Ég efast ekki um að þau hafi margt að ræða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.11.2007 | 18:05
Tussurass
Ungur drengur spurði pabba sinn: Pabbi hvenær förum við eiginlega í tussurass?
Pabbinn roðnaði og spurði drenginn hvað hann ætti við.
"Æi þú veist þarna nýja búðin með gíraffanum"
Ef forsvarsmenn Toysrus ætla að opna nýja búð gætu þeir gert margt vitlausara en að tékka á Spönginni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2007 | 16:53
Silfur Egils
Egill Helgason er með verðlaun sem kennd eru við Jónas Hallgrímsson á heilanum. Á síðunni sinni skrifar hann þetta:
Ég sakna líka fjölmiðlarfólks af þessum lista tek fram að ég er ekki að sníkja verðlaun fyrir sjálfan mig en hvar er mikilvægara að sé notuð góð íslenska en einmitt á fjölmiðlunum?
Það er eitt að vera með mikið sjálfstraust en annað að vera sjúklega góður með sig. Ég efast um að nokkur maður hefði litið svo á að Egill væri að sníkja verðlaun fyrir sjálfan sig þó hann hefði sleppt þessari athugasemd. Egill hefur hvorki gert íslensku gagn eða ógagn í gegnum tíðina. Hann talar vissulega íslensku og skrifar hana en framlag hans nær varla lengra.
En þó að mér finnist út í hött að það hafi hvarflað að Agli að hann ætti séns í verðlaunin þá vil ég samt taka fram að ég er ekki að sníkja þau fyrir sjálfan mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2007 | 11:31
Galíleó
Fór með nokkrum félögum á Galíleó á föstudaginn. Þar sem ég missi yfirleitt matarlyst að mestu eftir einn eða fleiri bjóra ákvað ég að panta mér bara brúsettu, minnugur reynslu minnar frá Ostahúsinu. Þegar maturinn kom á borðið var mér því miður strax ljóst að brúsetta er ekki endilega brúsetta. Það sem lá á disknum fyrir framan mig var vissulega sneið af baguette brauði en lítið fór fyrir parmaskinku, mozzarella osti eða ferskum tómötum. Þess í stað var búið að sulla köldu mauki af hökkuðum, niðursoðnum tómötum yfir brauðsneiðina og sáldra örlitlu af ítalskri kryddblöndu frá McCormick yfir. Kannski gera Ítalir brúsetturnar sínar svona en þá á ítölsk matargerð sér myrkari hliðar en ég hélt.
Herlegheitin voru svo 200 kr. dýrari en á Ostahúsinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2007 | 00:23
Ostur og sími
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2007 | 00:19
Treyja vikunnar 9
Bochum 1999-2000:
Ég hefði viljað vera fluga á vegg þegar markaðsstjóri Bochum var að kynna leikmönnum nýja treyju fyrir tímabilið 1999-2000. Mörgum hefur eflaust brugðið í brún og byrjað að skima eftir falinni myndavél en aðrir hafa sennilega bölvað forráðamönnum félagsins fyrir að ætla að senda þá klædda eins og trúða út á velli Þýskalands. Þeir geta þó huggað sig við það að sennilega myndi treyjan vekja lukku á Gay pride, og það er ekki svo lítil viðurkenning.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)