Færsluflokkur: Bloggar

Tveir góðir

Það er tveir menn mér nokkuð hugleiknir þessa dagana. Annar er Bjarni Ármannsson. Þetta er öðlingur af bankamanni að vera, fór í fæðingarorlof, syngur í veislum og heklar. En það er e-ð yfirnáttúrulega hallærislegt við hann. Kynningin á Glitnis nafninu í Háskólabíó með U2 dynjandi undir var eins og atriði úr The Office og ekki var hann síðri í Fréttablaðinu í morgun í fráhnepptri röndóttri skyrtu með Bubba. Svolítið wild en snyrtimennskan í fyrirrúmi. Hinn er Björn Ingi Hrafnsson. Er þessi maður úr plasti eða gúmmíi? Í einni auglýsingunni frá xbé eru allir frambjóðendurnir saman en hann er lang stærstur, eins og e-r hafi blásið hann upp. Ég hélt satt að segja að það væri ekki hægt að bæta lofti í hann. Líklega stendur xbé fyrir xBjörn Ingi.

Titanic Spánar

Um daginn var viðtal við Antonio Banderas í Marca, vinsælasta íþróttablaði. Banderas er Real maður en segir að liðið sem hann dáir sé eins og Titanic, beri sig glæsilega og þykist vera stærst og best en undirstöðurnar séu svo lélegar að liðið sé á leið í kaf. Þó hann sé kannski ekki uppáhalds fótboltapenninn minn þá hefur Banderas rétt fyrir sér. Nýjasta dæmið er í AS, öðru íþróttadagblaði, í morgunn. Þar er fullyrt að Diarra, leikmaður Lyon, vilji spila með Real frekar en man. utd. en hins vegar hafi ekkert heyrst í forráðamönnum Madrid. Þetta er alveg dæmigert fyrir afspyrnu lélegar hreyfingar þeirra á leikmannamarkaðnum á síðustu árum. Ég ætla að taka nokkur dæmi:

Sumarið 2003 stóð til að fá Gabriel Milito til liðsins. Hins vegar var hætt við vegna meiðsla sem hann hafði orðið fyrir en virtist búinn að jafna sig af. Hann fór til Zaragosa í staðinn þar sem hann hefur blómstrað í vörninni og Liverpool hefur velt honum fyrir sér. Hins vegar keyptu þeir Woodgate ári seinna sem var meiddur þegar læknisskoðun fór fram og spilaði ekki í rúmt ár á eftir. Á maður að skilja þetta?

Sumarið 2003 voru uppi hugmyndir um að fá Ronaldinho. Eins og frægt er orðið taldi einn markaðsfræðingurinn að hann væri of ljótur. Það þarf ekki að spyrja af því hver nagar sig í handarbökin núna.

Sumarið 2004 átti að kaupa Etoo aftur frá Mallorca en hins vegar vildi Florentino Perez lána hann til annars liðs fyrsta árið þar sem Ronaldo væri fyrir. Etoo sagðist ekki geta sætt sig við þetta og fór til barca. The rest is history.

Sumarið 2003 var Beckham fenginn til liðsins. Nú ætla ég ekki að blammera hann persónulega, hann hefur oft átt fína leiki og lagt sig fram. Hins vegar raskaði þetta ákveðnu jafnvægi, Carlos Queros var fenginn inn sem nútímalegur þjálfari sem þekkti til Beckham, og út fóru Hierro, Del Bosque og síðar Makelele, sem ekki taldi sig fá greitt í samræmi við mikilvægi. Áherslan á markaðssetningu sigraði orrustuna en hefur nú tapað stríðinu. Eins og stóð á forsíðu Marca á fimmtudaginn þegar barca tryggði titilinn: Gana el fútbol (pierde el marketing).

Sumarið 2004 tók Camacho við liðinu. E-a hluta vegna vildi hann ekki fá Xabi Alonso til liðsins þó hann hefði valið hann í spænska landsliðið fyrr um sumarið. Ég sé einna mest eftir þessum leikmanni.

Í vandræðunum í vetur datt þessum snillingum ekki annað í hug en að fá Cassano til liðsins. Þetta er frægur vandræðagemsi og í leikjum Real hefur hann ekki sýnt margt af því sem gerði hann að eftirsóknarverðasta unglingi Ítalíu á árum áður.

Þetta eru bara örfá dæmi um vitleysuna sem hefur verið í gangi. Nú hefur enn einn forsetinn tekið við og starf félagsins er í uppnámi. Telja margir að Perez sé hins vegar enn þá sá sem stjórnar í alvörunni. Þvílíkt rugl en ég styð samt mína menn í gegnum þennan dimma dal.


Raunir stelpupabbans

Nú á ég tvær dætur og góða konu. Ég er sem sagt stelpupabbi enda hef ég aldrei átt von á öðru þar sem ég á tvær eldri systur en engann bróður. Þessu fylgir hins vegar sérkennileg staða sem eldri dóttir mín lýsti ágætlega rétt eftir að við komum heim af fæðingardeildinni. Þannig var ég var að skeina henni þegar hún segir óvænt: "Pabbi, á ég að borða typpið þitt". Mér krossbrá, fannst þetta pínulítið óþægilegt en sá ekki ástæðu til að fara nánar yfir þetta enda er hún að skemmtilegur og heilbrigður krakki. Skömmu síðar var hún komin inn í eldhús og sagði þá við mömmu sína : "Pabbi er ekki með neitt typpi". Nú get ég upplýst óttaslegna lesendur að þessi orð barnsins eru ekki á rökum reist, án þess að nánar verði farið út í það. Því verður hins vegar ekki neitað að hlutfall testósteróns hefur lækkað umtalsvert á heimilinu en hvort sem menn kunna að trúa því eða ekki þá hefur mér aldrei liðið betur.

Bíll til sölu

Hefur e-r áhuga á því að kaupa Opel Astra station árg. 2001, keyrður ca. 110.000 km? Bíllinn er í fínu standi og selst á 550.000. Yfirtaka á láni möguleiki. Ég get sett inn  myndir af e-r hefur áhuga.

Blog

Það er að renna upp fyrir mér að það lesa e-r þetta blog þó ég hafi ekki látið neinn vita af því. Kannski ekki margir en þó e-r sem ég þekki og ég hef jafnvel fengið athugasemdir frá fólki sem ég þekki ekki neitt. Mér líður satt að segja eins og gömlum kalli sem er að kynnast netheimun í fyrsta sinn og uppgvötvar að hann er ekki einn. Nú síðast kommentaði félagi minn sem er í bankageiranum á bankafærsluna. Ég vona að ég hafi ekki komið út eins og bitur láglaunamaður í Vesturbænum. Auðvitað eiga menn að fá góð laun en þetta má ekki fara út í öfgar. Hins vegar stend ég við hvert orð varðandi íslenska græðgi, sem er svo sem ekki séríslenskt fyrirbæri. Ég er þreyttur á þessari peningadýrkun enda liggja rætur kampavínskommans djúpt.  Það er enginn vafi á því í mínum huga að það væri farsælla fyrir mig persónulega að geta tekið húsnæðislán á 2,5 % vöxtum og þurfa ekki að hafa áhyggjur af verðbólgu. En það gerist ekki meðan krónan er við lýði.

Meðan ég er að nöldra yfir þessu verð ég að minnast á dagskrálið sem ég held að sé daglega á NFS. Það er greining Hafliða Helgasonar á markaðnum. Fyrir ca. 6 árum síðan sátu verðbréfasérfræðingar fyrir svörum í Kastljósi, eða hvað þátturinn hét á þeim tíma, og á Skjá einum var gosi að nafni Helgi Eysteinsson með sér verðbréfaþátt. Nokkrum misserum síðar hrundi allt og menn læddust með fram veggjum. Nú er aftur rætt um viðskipti dagsins, úrvalsvísitölu, Dow Jones osfv. Þetta er afspyrnuleiðinlegt og það versta er orðið sjálft. "Markaðurinn". Það er alltaf talað um þetta eins og lífveru. Hvernig hefur markaðurinn það í dag? Jaa, markaðurinn er bara nokkuð hress, smá niðurgangur og útbrot en annars dafnar hann vel og mun jafna sig fljótlega. Hinir "stóskemmtilegu" skríbentar á Vefþjóðviljanum hafa það sín einkunnarorð að einstaklingar en ekki þjóðir geti haft vilja. Getur "markaðurinn" haft vilja? Málið er að menn eru voðalega sáttir við "markaðinn" þegar vel gengur en um leið og þeir lenda undir og illa gengur á ríkið að grípa inn í með lagasetningu, lögreglu, samkeppnisyfirvöldum eða styrkjum. Lengra nær trúin á "markaðinn" ekki.


Nýríki Nonni

Ég er orðinn þreyttur á ofurlaunum og bankahagnaði. ég er orðinn þreyttur á fréttum af fólki sem hefur hagnast mikið og ég er eiginlega þreyttur á íslenskri græðgi. Nú er staðan sú að verðbólgan er að fara úr böndunum, krónan sveiflast fram og aftur og ég verð að borga meira. Það er nefnilega almenningur sem sýpur seyðið þegar illa gengur. Þess vegna er ég þreyttur á hvað laun eru orðin óraunverulega há hér á landi. Menn geta ekki sætt sig við minna en milljón á mánuði og það er fussað og sveiað yfir 500.000 kalli. Ég þekki nokkra sem eru t.d. í þessum verðbréfabransa og ég veit að þeir hafa það mjög gott og ég get samglaðst þeim yfir velgegninni, svona eins og þeim sem vinnur í Lottó. En ég get ekki verið sammála því að þetta séu laun sem séu sanngjörn vegna þess að þeir hafi unnið fyrir þeim. Það er eins og var í fótboltanum fyrir nokkrum árum og menn kostaðu allt upp í fimm milljarða og þegar leikmennirnir voru sjálfir spurðir, ypptu þeir öxlum og sögðust ekki getað ímyndað sér að neinn væri svona mikils virði. Sem kom á daginn, liðin voru að tefla á tæpasta vað og verðið lækkaði. Svipað er að segja um tölvufyritækin sem mörg voru rekin á yfirdrætti fyrir nokkrum árum. Tökum dæmi af sölu á stóru fyrirtæki sem selt er fyrir á annan tug milljarða. Fyrir söluferlið tekur banki 5-7 %. Það þýðir amk 800 milljónir fyrir söluferli sem tekur nokkra daga en lögfræðingar fyrirtækisins ganga svo frá í tímavinnu. Þegar fasteignasala tekur að sér að selja hús tekur hún kannski 1,5-2%. Af hverju þarf bankinn að taka 5-7 %? Er ekki nóg að gera þetta fyrir 100 milljónir? Svo taka allir þátt í þessum leik því þetta er orðið svona stórkarla umhverfi þar sem menn hafa misst sjónar á raunveruleikanum. Ég er hræddur um að þetta og neyslan sem fylgir í kjölfarið hafi meiri áhrif á á verðbólgu en hækkun launa þeirra sem annast gamla fólkið eða yngstu kynslóðina. Og tala nú ekki um þegar maðurinn sem er með sambærilegt háskólapróf er með eina og hálfa á mánuði þá langar þig að vera með meira en  350.000 kall. Og þá fer allt af stað.

Dagsatt

Það á að tryggja sjöllunum sigur í borginni í vor. Hvað sem það kostar og þ.a.l. er búið að setja Ingva Hrafn á besta tíma og Jóhanna Vilhjálms beitir neitunarvaldi í Kastljósinu eins og henni hentar. Hins vegar er það þannig að í borginni eru þrír vondir kostir og tveir betri. Í seinni flokkinn falla Vinstri grænir vegna Svandísar og Samfylkingin vegna Dags. Ég get því ekki sagt að ég hafi verið fullkomlega samkvæmur sjálfum mér þegar ég fullyrti að þetta væri allt eins þar sem ég hef mun meiri trú á þeim tveimur en öllum hinum til samans. Vilhjálmur er eins og Don Alfredo, þó hann hafi reynt að fá mýkri ásýnd, og hver vill það. Sem fæst orð um Björn Inga hafa minnsta ábyrgð og Ólafur er kominn út í horn hjá mér í borgarmálum þú að ég geti stutt umhverfisverndarstefnuna. Svandísi þekki ég lítið en hún hefur heiðarlegt yfirbragð en ég þekki Dag og mun hiklaust kjósa hann. Ég er búinn að þekkja til hans nokkuð lengi og veit að honum er treystandi þó að hann geti virkað full gáfulegur og þunglamalegur á stundum. En það er eitt sem Reykvíkingar verða að hafa í huga og það er að Sturla Böðvarsson og hinir tréhestarnir stjórni því ekki hverjir ráða í Reykjavík með sínu plotti.


Ensk dramatík

Hversu aumkunarverðir eru Englendingar? Það er tvennt sem kemur upp í hugann. Í fyrsta lagi finnst mér fyndið að leggja rosalega áherslu á að fá enskan landsliðseinvald en eiga engan nógu góðan. Þetta er eins og Peter Kenyon segi "ég vil fá toppleikmann til Chelsea en hann verður að koma frá Scunthorpe". Það er svo sérstakt rannsóknaratriði hvers vegna þeir eiga ekki betri stjóra en raun ber vitni en ef ég ætti að velja tæki ég Big Sam. Í öðru lagi er þetta drama í kringum Wayne Rooney. Það var meira að segja haft eftir Gerrard að það væri útilokað að England ynni HM án Rooney. Hvað bull er þetta? Ég verð fyrstur að viðurkenna að Rooney er í fremstu röð ungra leikmanna en þessar Maradona samlíkingar eru út í hött. Leyfum manninum að sanna sig fyrst og að lokum; Englendingar geta alveg unnið HM með eða án Rooney, en það mun koma mér á óvart. Vinni hins vegar Spánn, Ítalía, Argentína eða Holland þá er það staðfest hér með að ég tel sigurvegarann koma úr þessum hópi.


Borgir

Við Silla vorum að ræða þær borgir sem við höfum komið til. Nú erum við engir landkönnuðir en höfum gaman af því að ferðast g höfum reynt að sjá nýja staði eins og kostur hefur verið. Það eru alltaf skiptar skoðanir á því hvaða staðir eru skemmtilegir og hverjir eru leiðinlegir, hvar er fallegt og hvar ekki  enda getur upplifunin litast af veðri, skapi, fólki og í raun hverju sem er. Við skelltum okkur til dæmis til Köben fyrir jólin og vorum ekki alveg nógu ánægð. Kannski voru það allir Íslendingarnir á Strikinu, á Ráðhústorginu, á hótelinu, á flugvellinum, á Reef and beef og í rauninni hvar sem maður var. Við þekktum í raun fleiri í Strikinu en á Laugaveginum. En ég get vel ímyndað mér að þeir sem þekkja borgina vel kunni betur við hana. Hins vegar eru aðrar borgir sem hafa fallið betur í kramið hjá mér. Fyrst er að nefna Madrid, þar sem við Silla bjuggum fyrir sjö árum. Ég hef heyrt alls kyns viðbrögð við heimsóknum þangað, þýskum mági mínum finnst hún t.d. ógeðsleg en ég gæti ekki verið meira ósammála. Madrid er stórborg á evrópskan mælikvarða og þar er hægt að gera allt sem hugurinn girnist og mannlífið er einstakt. Á vorin og sumrin situr fólk úti nær allan sólarhringinn og það fylgir því e-r vellíðunartilfinning að vera léttklæddur þegar nálgast miðnætti og heilu fjölskyldurnar eru saman komnar á útiveitingastöðum. Ekki spillir heldur fótboltinn fyrir. Önnur borg sem heillaði mig strax var Berlín. Það eru reyndar að verða 10 ár síðan ég kom þangað en það var einstakt. Ég hef reyndar ekki komið til Rómar en ég get varla ímyndað mér að sagan sé jafn áþreifanleg í öðrum borgum. Þegar ég var þarna var verið að byggja upp einskismannslandið milli múranna og stemmningin í austurhlutanum var mögnuð, gamlir Trabantar hálfgrafnir í bakgörðum og alveg magnað djamm. Fyrir þremur rættist gamall draumur að fara til New York. Við vorum ekki ósátt við þá reynslu. Það er í fyrsta lagi magnað að keyra í átt til borgarinnar og sjá háhýsin á Manhattan upplýst í myrkrinu. Það er líklega klisja en það er í rauninni eins og að vera í bíómynd að vera í þessari borg. Umferðarljósin og skiltin, lögregluþjónarnir og leigubílarnir gætu allir verið hluti af leikmynd. Og þar sem ég hef alltaf verið með skýjakljúfadellu er enginn staður betri. Við fórum aftur til New York fyrir um tæpum tveimur árum áleiðis til Buenos Aires. Það var alveg frábær upplifun að koma til BA en reyndar leist mér ekkert á blikuna þegar við keyrðum inn í borgina enda lítið sofinn og það lá e-r grá slikja yfir öllu. Hinns vegar rann smátt og smátt upp fyrir mér að ég væri kominn til S-Ameríku og það var satt að segja mikið ævintýri. Hápunktarnir voru án efa að heimsækja tangóklúbb þar sem fólk á öllu aldri og af öllum gerðum dansar tangó framundir morgun, ekkert show off heldur e-n veginn alveg ekta, og svo var ekki síðra fyrir fótboltadellumann að komast á landsleik milli Argentínu og Uruquay. Þessi upptalning er samt ekki búinn fyrr en minnst hefur verið á London. Ég kom fyrst til London fyrir tuttugu árum með foreldrum mínum og hef alltaf ég gaman af því. Það er svo rosaleg poppmenning þarna sem ég kann að meta, hvort sem um fótbolta, bíómyndir eða tónlist er að ræða. Svo er úrval veitingastaða endalaust en þetta vita svo sem flestir Íslendingar en kannski er munurinn á London og Köben að Íslendingarnir týnast í London en ekki í Köben.

Bræðurnir Jón og Jón

Fjölskyldan horfði á Jón Odd og Jón Bjarna í gær. Þetta er stórskemmtileg mynd og ég hvarf aftur í matsalinn í Vatnaskógi um stund og ímyndaði mér að ég væri að borða brauð með rifsberjahlaupi. Egill Ólafsson er frábær."einnfjörtíututtuguogeinn, Hjálmar" er símsvörun eins og best verður á kosið. Hvað gerðist eiginlega með Egil. Ég hef gaman af öllu sem hann gerði á þessum árum, Þursaflokknum, Spilverkinu og Stuðmönnum en svo tók tilgerðin við. Var það Tifa tifa? Svo má ekki gleyma að minnast á Gísla Halldórsson, sem er einn besti leikari sem við höfum átt, og Svein M. Eiðsson sem er líklega besti lélegi leikari Íslands.

Meðan ég sit hérna og slæ þetta inn er Stella María nágranni minn búin að blasta Nallanum í útvarpinu hjá sér en lækkaði þegar honum lauk. Ætli hún hafi ekki staðið með hönd á brjósti og tár í hvarmi. Hélt satt að segja að hún væri sjalli. Stella eru mörgum Reykvíkingum vel kunn, ég held að hún hafi starfað í Ingólfsapóteki um áratuga skeið og hefur búið hérna í blokkinni frá byggingu 1956 og var þá komin yfir þrítugt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband