Færsluflokkur: Bloggar
2.12.2008 | 20:59
Klukka
Var klukkaður af Láru. Hálfskrýtið að vera 35 ára í svona gelgjuleik en ég skorast ekki undan. Finnst ég samt frekar hafa verið brókaður.
1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Verkstjóri í unglingavinnunni
Vaktmaður á Kópavogshælinu
Einingaverksmiðjan Núnatak
Lawyer
2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á:
Börn náttúrunnar
Óðal feðranna
Punktur punktur komma strik
Nýtt líf
3. Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Gullhæðin í Gautaborg
Stórihjalli í Kópavogi
Calle de Sancho Davila í Madrid
Hjarðarhagi
3. Einn staður sem ég myndi aldrei búa á:
Faxafen
4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Spánn
Argentína
Bandaríki
Þýskaland
5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Arrested Development
Sjúkrahúsið í Svartaskógi
30 Rock
Ambátt
6. Fjórar síður sem ég skoða daglega:
eyjan.is
marca.es
mbl.is
7. Fernt sem ég held upp á matarkyns:
Hnetusmjörsnammi (Reeses, appelsínugulur M & M)
Ben & Jerry´s (Chubby hubby og Cookie Dough)
Indverskt
Gráðaostur (í sósu, pitsu og með sultutaui)
8. Fjórar bækur sem ég hef oft lesið:
Við í Vesturbænum
Bróðir minn ljónshjarta
Hringadrottinssaga
Sjálfstætt fólk
9. Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:
Tókýó
Madrid
Ecuador
Á ströndinni í Sómalíu
10. Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Össi, Jón Agnar, Kjartan og Sævar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.11.2008 | 22:29
Vísitala
Vísitala er ljótasta orðið í íslensku. Það er ekkert jákvætt við vísitölur, þær eru bara mælikvarði á e-r hreyfingar í efnahag þjóða.
Sýnu verst er svokölluð greiðslujöfnunarvísitala sem kynnt var sem hluti af aðgerðaráætlun ríkissjórnarinnar til bjargar heimilum landsins. Þessi vísitala hefur þann tilgang að lækka greiðslubyrði heimila tímabundið meðan verstu efnahagsvandræðin ganga yfir en að þeim tíma loknum munu verðbætur leggjast á lánið í samræmi við hækkun á vísitölu neysluverðs.
Þar liggur hundurinn hins vegar grafinn fyrst og fremst. Það er sú kjaraskerðing sem verður þegar lánin hafa vaxið langt upp fyrir verðmæti fasteigna og stór hluti ungra fjölskyldna í landinu verður tæknilega, og jafnvel raunverulega, gjaldþrota. Hins vegar hefur ríkisstjórnin meiri áhyggjur af afdrifum Íbúðarlánasjós og lífeyrissjóðanna ef verðtryggingin verður tekin úr sambandi.
Hingað til hefur fólk fengið að frysta lán sín hjá Íbúðarlánasjóði lendi það í erfiðleikum. Tímabundið andrými kemur hins vegar ekki í veg fyrir að afborgarnir skelli aftur á fólki og þá af meiri þunga en áður. Mér sýnist greiðslujöfnunarleið vera sama leið og hefur staðið til boða nema bara í nýjum pakkningnum.
Ég skil vel að sumir telji að verðtrygging verði að halda sér. Það er hins vegar neyðarástand og þá gengur ekki að hagsmunir lífeyrissjóða séu snara um háls þúsunda Íslandinga. Það verður þá bara í framhaldi að stokka upp hvernig greitt er úr sjóðunum, draga úr greiðslum til þeirra sem eiga skuldlausar eignir og mikið sparifé en halda lífinu í þeim eldri borgurum sem standa verr. Það gengur ekki að henda 200 milljörðum í peningamarkaðssjóði eins og ekkert sé sjálfsagðara en þykjast svo ekki geta fundið betri lausn en auma greiðslujöfnunarvísitölu og mánaðarlegar greiðslur barnabóta.
En það sem er hins vegar undarlegast er að ráðamenn skuli ekki átta sig á því að fólk mun hætta að greiða lánin þegar allt er komið í í mínus. Skilja svo lykilinn eftir í skránni. Það vantar ekki leigushúsnæði í borginni og margir fara erlendis til að freista gæfunnar. Fjöldagjaldþrot er ekki möguleiki og þá er ég hræddur um að muni tapast stór hluti af verðbótunum sem lífeyrissjóðirnir og Íbúðalánasjóður lifa á.
Ein leið til að takast á við vandann er að skipta út þessari gömlu kynslóð sem hefur ráðið hér öllu í 20 ár með ömurlegum árangri. Út með Davíð, Geir, Árna Matt, Össur, Ingibjörgu Sólrúnu, Steingrím J., Ögmund og fleiri. Inn með Dag, Guðfríði Lilju, Svandísi Svavars, Katrínu Jakobs, Kristrúnu Heimis, Bjarna Ben, Gísla Martein, Pál Magnússon og e-a aðra sem fólki dytti í hug. Upptalninginn er ekki endanleg og alls ekki mínir óskaðilar í öllum tilvikum (enda kýs ég ekki framsókn og sjallana) en þetta væri leið til að fá nýtt blóð í landsmálin. Einstaklingar sem væru líklegri en aðrir til að vinna af heiðarleika og fagmennsku. Liðið sem er fætt í kringum 1950 hefur att okkur út í hyldýpi fullu af skít. Það verður að fara frá, annað hvort sjálfviljugt eða með aðstoð þjóðarinnar.
Nýtt fólk getur ekki gert verri hluti og ekki væri verra að fá nýtt stjórnmálaafl með eðlilegar áherslur og traustvekjandi fólk.
Ég er eins og sjá má orðinn verulega þreyttur á getuleysi og eiginhagsmunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.11.2008 | 13:10
Óþolandi
Það var sýnt úr tveim myndum í bíó í gær sem ég ætla ekki að sjá.
Sú fyrri byrjaði á myndum af nasistum að tala með Oxford hreim og ég fór að velta fyrir mér hvaða hallæri þetta væri. Allt voða flott og stíliserað og það fór að rifjast upp fyrir mér að e-r hefði verið að gera mynd um mann sem reyndi að ráða Hitler af dögum. Það var hins vegar e-r ósvöruð spurning í kollinum meðan sýnishornið var að komast í gang. E-r óþægileg kvíðatilfinning greip mig eins og e-ð mjög skelfilegt væri að fara að gerast en ég mundi ekki alveg hvað. En þá birtist svarið á tjaldinu. Tom Cruise er hetjan og stjarna myndarinnar. Verra verður það ekki.
Þegar ég hélt að amerísk kvikmyndagerð gæti ekki sokkið dýpra kom næsta sýnishorn. Og þar var hinn fullkomlega óþolandi Colin Farrell kominn holdi klæddur.
Ef e-r leikari er verri en Tom Cruise þá er það Colin Farrell. Þeir ætti báðir að segja af sér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.11.2008 | 12:55
Quantum af solace
Þokkalega Bond mynd en samt nokkur atriði sem fara í taugarnar á mér:
1. Af hverju er Bond svona sjúskaður? Ef þetta var hugmyndin hefði þá ekki verið betra að fá Nick Nolte í hlutverkið?
2. Hasaratriðin eru yfirleitt allt of löng og maður fær enga yfirsýn yfir það sem er að gerast. Bara svona bamm bamm búmm krass og allt í einu er e-r bíll sprunginn eða bátur kominn upp í loft.
3. Það næst alls ekki nógu mikil mystík yfir hvað þetta Quantum er? Byrjar ágætlega en svo fer maður að spá í hvort Davíð og Hannes Hólmsteinn séu þarna í innsta hring og þá verður þetta bara hversdagslegt og asnalegt.
4. Hvernig komst Bond til Ítalíu ef hann átti enga peninga? Fór hann á puttanum eða svaf hann hjá e-m konum til að komast suður eftir?
5. Er Bond ekki holdgervingur þess að utanríkisþjónusta er of dýr? Hvers konar Saga Class var hann á? Svefnrými með barþjóni? Og hvaða hallæri er það er það að barþjónninn sjái ástæðu til að þylja upp dropa fyrir dropa það sem Bond er að drekka? Heitir þessi blanda ekki e-ð? Svona tilgerð fer í taugarnar á mér. Og keypti hann sér Range Rover í Bólívíu? Hann er eins og e-r mislukkaður útrásarvíkingur.
6. Það vantar húmorinn í þetta að mestu.
7. Vondi hershöfðinginn er eins og overweight Alkasar hershöfðingi úr Tinna bókunum. Fær hárin ekki beinlíns til að rísa.
8. Ekkert illmenni sem býr í eldfjalli.
Fyrir utan þessi smáatriði er þetta fín skemmtun en varla mikið meira. Bestu Bond myndirnar eru hins vegar þessar:
1. Goldfinger: Vondur aðstoðarmaður sem drepur með hatti, flottasti Bond bíllinn og margt fleira.
2. From Russia with love: Lesbía með hnífsodd á skónum sínum. Svona á Bond að vera.
3. Goldeneye: Verð að viðurkenna að mér finnst þessi bera höfuð og herðar yfir allt síðan Roger Moore. Einfalt og gott plott.
4. For your eyes only: Klassískur Roger Moore. Frábært Bondlag.
5. The spy who loved me: Lotus Espritinn, Tanni, fáránlegar höfuðstöðvar vonda kallsins og margt fleira.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.11.2008 | 12:19
Heimska
Eftirfarandi er heimskulegt:
Að George Bush segi að hrunið sé ekki vegna þess að markaðurinn eða frelsið hafi brugðist heldur hafi lánveitendur og lánþegar farið offari. Er markaðurinn ekki nákvæmlega þeir aðilar sem starfa á honum? Það er greinilega ekki það sama kapítalismi og kapítalisti.
Að Landsbankinn sé enn að sýna auglýsingar með bláklæddum lúðum með appelsínugular derhúfur sem eiga að tákna aukakrónur. Ef það er e-ð sem viðskiptavinir bankans hafa ekki fengið þá eru það aukakrónur. Það eru örugglega til aðrar leiðir til að spara en að sýna úreltar auglýsingar.
Að tilkynna um verulegan og löngu tímabæran niðurskurð í utanríkisþjónustunni en skipa svo sinn nánasta aðstoðarmann sendiherra á sama tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2008 | 17:51
Rass ársins
Í öllu þessu kreppurugli er ágætt að finna sér aðra dægrastyttingu. Þar á meðal er hægt að fylgjast með vali á flottasta rassi í heimi, eða flottustu rössum í heimi, þar sem keppt var í karla og kvennaflokki. Myndin hér að neðan vakti þó sérstaklega athygli mína. Fyrir hvern er maðurinn lengst til vinstri að taka myndir. Barnabörnin eða barnabarnabörnin?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.11.2008 | 15:31
Ábyrgð
Þetta þarf ekki að vera flókið. Þeir sem eiga að segja af sér eru eftirfarandi að minnsta kosti:
Árni Mathiesen: Hann er fjármálaráðherra og hefur ekki hugmynd um hvað hefur verið að gerast. Tell them you´re from Iceland, they just look at you. Hey you who are you trying to fool. Höf. Herbert Guðmundsson.
Björgvin G. Sigurðsson: Hvort sem honum líkar betur eða verr þá heyrðu bankamálin og eftirlit undir hann. Kerfið er hrunið og þá skiptir engu hvað hann vissi eða vissi ekki. Fyrst og fremst átti hann að vita miklu meira en hann gerði.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Hún hefur alltaf haft alltof mikla hagsmuni af góðu gengi bankanna. Mér finnst sérstaklega slæmt að minnast á þetta því hún er einna líklegust að draga heimastjórnarflokkinn inn á vitræna braut.
Geir Haarde: Efnahagsmálin undir hans stjórn eru klúður. Vandinn er eldri en hrunið varð á hans vakt. Og því miður er enginn sýnilegur árangur af björgunaraðgerðum.
Kristján Möller: Stjáni veit sennilega minna en ég hvað er að gerast. Meginástæða þess að hann eigi að víkja er þó sú að það er ga ga að vera með gamlan íþróttabúðareiganda í ráðherrastóli.
Björn Bjarnason: BB er með hættulegar skoðanir og algerlega siðlaus í öllum sínum aðgerðum. Altt er svart eða hvítt í hans huga. Sennilega hættulegasti maðurinn í ríkisstjórninni.
Davíð Oddsson: Ég held að Davíð hafi ekki tekið eina einustu ákvörðun sem hefur haft góð áhrif síðan hann varð seðlabankastjóri. Algerlega burtséð frá því hvort hann sé gamall pólítíkus, lögfræðingur eða þar fram eftir götunum, þá er ljóst að hann var, er og verður lélegur seðlabankastjóri.
Svo er auðvitað fullt af embættismönnum sem ekki sinntu sínu eftirlitshlutverki og verða að fjúka. Mikilvægasta verkefnið er að uppræta klíkusamfélagið.
Bestu kveðjur
Jónas
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.10.2008 | 15:33
Derrick
Ég nenni ekki að blogga við fréttir og set því inn frétt af mbl orðrétt hér inn. Þetta er ískyggilega líkt ca. 75 % af öllum byrjunaratriðum í Derrick:
"Staðhæft er í þýskum fjölmiðlum að austurríski hægrimaðurinn Jörg Haider, hafi verið á leið heim frá bar sem fyrst og fremst er sóttur er af samkynhneigðum, er hann lét lífið í bílslysi í síðustu viku. Mun Haider bæði hafa verið á ofsahraða og ölvaður er slysið varð. Þetta kemur fram á fréttavef Haaretz.
Samkvæmt heimildum þýska blaðsins Bild, hafði Haider óvænt komið í opnunarveislu nýs tímarits í fylgd ungrar stúlku fyrr um kvöldið. Þar ræddi hann m.a. við blaðamann og lýsti því fyrir honum hversu hrifinn hann væri af ítölskum vínum.
Á heimleiðinni er hann sagður hafa komið við á barnum Stadtkraeme en þaðan sást hann fara einn síns liðs um klukkan eitt að nóttu. Um hálftíma síðar var hann látinn."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2008 | 11:31
Nýfrjálshyggja
Hvað er nýfrjálshyggja? Er það kapítalismi eða er það ný útfærsla af kapítalisma? Svipaður munur og á Range Rover og Range Rover sport.
Þeir sem halda að með þessu hruni sé runninn upp nýr veruleiki og nýir tímar gætu orðið fyrir vonbrigðum. Græðgi og djöfulgangur mun alltaf fylgja manninum hvernig sem við skilgreinum aðgerðirnar. Það gæti tekið nokkur ár en þetta verður allt komið í sama farið áður en langt um líður.
Og ekki má gleyma því að minni fólks er stutt og lélegt. Ég spái því að áður en langt um líður verði margir farnir að halda Geir og Davíð hafi bjargað þjóðinni frá hamförum sem komu utan frá. Það er búið að kóa með alkanum alltof lengi og því verður haldið áfram.
Óli Björn Kárason sagði í Kastljósi í gær að það þyrfti að afnema lög um umhverfismat. Ætli þetta verði ekki leiðin sem farin verður. Keyra aftur upp þensluna því það gekk svo vel síðast.
Heimskulegt þjóðfélag.
Smá leiðrétting: Hér hefur engu verið bjargað. Fjarri því virðist vera. En verður maður ekki bara að vona það besta
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2008 | 13:05
Í brúnni
Datt örstutt inn í umræður um stefnuræðu fosætisráðherra í gær. Þegar Addi Kiddi Gauj hóf upp raust sína sannfærðist ég um að hann sé rétti maðurinn til að leiða okkur í gegnum erfiða tíma, og þá væri ekki verra að hafa Magnús Þór Hafsteinsson með honum. Hvernig getur maður annað þegar maður heyrir svona kröftugt og algerlega klisjulaust intro:
"Það er bræla á miðunum og stórsjór framundan. Þjóðarskútan vaggar í ólgusjó og hásetar, vélstjórar, vertinn og skipstjóri verða að taka höndum saman og stýra fleyinu og taka pusið á hnakkann."
Kannski var þetta svona orðrétt, kannski ekki. Man ekki alveg hvenær ég skipti um stöð. Það er bara svo rosalega traustvekjandi að heyra menn sem vita ekkert í sinn haus grípa til þess ráðs að fara með sjómennskufrasa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)