Quantum af solace

Þokkalega Bond mynd en samt nokkur atriði sem fara í taugarnar á mér:

1. Af hverju er Bond svona sjúskaður? Ef þetta var hugmyndin hefði þá ekki verið betra að fá Nick Nolte í hlutverkið?

2. Hasaratriðin eru yfirleitt allt of löng og maður fær enga yfirsýn yfir það sem er að gerast. Bara svona bamm bamm búmm krass og allt í einu er e-r bíll sprunginn eða bátur kominn upp í loft.

3. Það næst alls ekki nógu mikil mystík yfir hvað þetta Quantum er? Byrjar ágætlega en svo fer maður að spá í hvort Davíð og Hannes Hólmsteinn séu þarna í innsta hring og þá verður þetta bara hversdagslegt og asnalegt.

4. Hvernig komst Bond til Ítalíu ef hann átti enga peninga? Fór hann á puttanum eða svaf hann hjá e-m konum til að komast suður eftir?

5. Er Bond ekki holdgervingur þess að utanríkisþjónusta er of dýr? Hvers konar Saga Class var hann á? Svefnrými með barþjóni? Og hvaða hallæri er það er það að barþjónninn sjái ástæðu til að þylja upp dropa fyrir dropa það sem Bond er að drekka? Heitir þessi blanda ekki e-ð? Svona tilgerð fer í taugarnar á mér. Og keypti hann sér Range Rover í Bólívíu? Hann er eins og e-r mislukkaður útrásarvíkingur.

6. Það vantar húmorinn í þetta að mestu.

7. Vondi hershöfðinginn er eins og overweight Alkasar hershöfðingi úr Tinna bókunum. Fær hárin ekki beinlíns til að rísa.

8.  Ekkert illmenni sem býr í eldfjalli.

 

Fyrir utan þessi smáatriði er þetta fín skemmtun en varla mikið meira. Bestu Bond myndirnar eru hins vegar þessar:

1. Goldfinger: Vondur aðstoðarmaður sem drepur með hatti, flottasti Bond bíllinn og margt fleira.

2. From Russia with love: Lesbía með hnífsodd á skónum sínum. Svona á Bond að vera.

3. Goldeneye: Verð að viðurkenna að mér finnst þessi bera höfuð og herðar yfir allt síðan Roger Moore. Einfalt og gott plott.

4. For your eyes only: Klassískur Roger Moore. Frábært Bondlag.

5. The spy who loved me: Lotus Espritinn, Tanni, fáránlegar höfuðstöðvar vonda kallsins og margt fleira.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Már Sævarsson

Var að horfa á númer fjögur og fimm í síðustu viku.  Ef menn vilja upplifa þá furðulegu tilfinningu að tárast og fá semi bóner á sama tíma þá horfi þeir á þetta myndband:

http://www.youtube.com/watch?v=Wb0Jechfn9M

En að því loknu verða menn fara beint í að bora í vegg í hlýrabol til að gíra upp karlmennskuna að nýju.

Sævar Már Sævarsson, 16.11.2008 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband